Heima er bezt - 01.04.2007, Side 21
bætti við nýyrðinu vígslubiskup.
Ur varð, að vígslubiskupar skyldu
vera tveir, annar til Skálholts og
hinn til Hóla. Var það samþykkt við
stoltarhæfi sögu og sjálfstæðis, þó að
hinni áunnu sparsemd þjóðarinnar yrði
vikið. Jafnræði og sami réttur hinna
íjórðunganna og Norðlendinga kunni
öll tök á þingheimi, jafnvel þeim, sem
áður sögðu, að Hólastiftisbiskup væri
sama og að kasta peningum landsmanna
á sjóinn.
Sá málsmætasti allra, herra Þórhallur
Bjamarson biskup yfir Islandi, var
nánasti Hólavinur, sem nú væri kallaður
hollvinur Hólabiskupsdæmis. Hallgrímur
biskup Sveinsson hafði misst heilsuna,
en gat þó vígt síra Þórhall eftirmann
sinn. Miklu fyrr en ár og aldur sögðu,
féll hinn frjálslyndi guðfræðingur og
mikli Islendingur, herra Þórhallur, í
valinn 1916. Þá kom að því að lögin um
víglsubiskupana reyndust svo þjóðholl,
að hinn eldri þeirra, síra Valdimar Briem
skáld á Stóra-Núpi, biskupsvígði dr. Jón
Helgason í Reykjavíkurdómkirkju, sem
þá tók við til langrar reyndar.
A sumrinu eftir að lögin um vígslu-
biskupana tóku gildi, áttu landsmenn
mikið hátíðarhald með Þórhalli biskupi,
fyrst á Hólum og þegar sumri tók að halla
í Dómkirkjunni í Reykjavík. Sunnudaginn
10. júlí 1910 var hin stóra og minnilega
kirkjuhátíð á Hólum. Herra Þórhallur
gerði yfirreið sína um Noðuramtið og
þenna tiltekna helgidag, sem var 7.
sd. e. tr., voru norðlenzku prestamir
heima á Hólum. Þá endurnýjuðu þeir
félagsskap sinn og alþýða manna sókti
hátíðina. Biskupinn hafði Hólakápuna
góðu, dýrgrip herra Jóns Arasonar,
meðferðis. Voru þá 96 ár, síðan
heiðarlegur kaupamaður tók hana með
suður að réttmætri kröfu Vídalíns biskups
í Reykjavík. Bar síra Geir Sæmundsson
kantarakápuna, sem Hólabiskup keypti
frá Arras nær 4 öldum fyrr. Ekkert skorti
á né skyggði biskupsmessuna í „helgasta
steini landsins“, Hóladómkirkju þennan
bjarta hásumardag. Þó að síra Geir væri
prestur á Akureyri og í engu breytt um
þá stöðu hans né prófastsdæmið norðan
Heljardals- og Hjaltadalsheiða, hafði
ekkjan í túninu á Hólum endurheimt
verðskuldun sína. Hún var dómkirkja á
ný eftir 112 ára bið. Síðan er hún guðshús
(Mynd: Forn frœgðarsetur II, 1979).
vígslubiskupsins í Hólastifti. Frásögn
biskupsvígslunnar á Hólum er geymd
í Nýju kirkjublaði herra Þórhalls.
Biskupinn var eindreginn stuðnings-
maður þess, að þjóðskáldið síra
Matthías yrði hinn fyrsti vígslubiskup
Hóladómkirkju, en það gat ekki
orðið, því að síra Matthías var ekki
þjónandi prestur síðan aldamót. Var
þá eftirmaður hans á Akureyri, síra
Geir Sæmundsson, kjörinn. Ekki vegna
þjónustunnar í íjölmennasta brauði
nyrðra, heldur af því hve vel hann söng.
Síra Geir hafði tærustu tenórrödd sinnar
samtíðar og hátíðasöngvar síra Bjama
Þorsteinssonar á Sigluftrði hljómuðu
af þeirri fágun og fegurð í Akureyrar-
og Lögmannshlíðarkirkjum, að einstætt
þókti og þjóð hafði spurn af.
Degi fyrir höfuðdag vígði biskup
Þórhallur síra Valdimar Briem próf-
ast og skáld á Stóra-Núpi. Var síra
Heimakirkja síra Geirs á Akureyri.
-
Síra Geir Sœmundsson fyrsti
vígslubiskup til Hóla.
(Mynd: Forn frœgðarsetur II, 1979).
Heima er bezt 213