Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 23
Hóla í Hjaltadal í heiðraðri minningu Jóns biskups Arasonar, enda var litið svo á, að biskupinn í Kristskirkju í Landakoti væri arftaki hans. Þegar samveldislögin voru gild 1918, var Marteini Meulenberg veittur íslenzkur ríkisborgararéttur, fyrstum útlenzkra manna. Hann var fæddur í Þýzkalandi, hollenskur að móðurkyni. Var hann prestur hér frá 1903, en síðan biskup til dauðadags 3. ágúst 1941. Siðbyltingin, sem Guðbrandur Jónsson próf. h.c. kallaði gjama umhverfmgarskugga kirkjudeilda hvarfanna hér á landi með morðum á Hólafeðgum, varð hnattasund öfga og ófara íslenzks sjálfstæðis. Brú lá samt yfir, sem enn í dag eru herra Jón Hólabiskup og synir hans. Þegar kápa hans er borin í dómkirkju á Hólum og í Reykjavík, er bniin yfir bil kirkjudeildanna treyst, og landsmenn skildu fyrst með lögunum um vígslubiskupa hinna fornu stóla 1909. Þegnskapur við þjóðarsögu var órnælt afrek dr. Jóns foma Þorkelssonar, þegar hann vildi færa Hóladómkirkju biskup á ný. A löngum tíma varð svo vel til, að á báðum stólunum varð aftur biskupssetur: Hólar 1986, Skálholt 1992. Allt bíður síns tíma. A hverjum stað undir himninum heyrist í klukku köllunarinnar og glymur í klettinum. Biskupsvígslu í löndum Danakonungs eftir siðskiptin þykir á vanta hinn postullega hljóm frá Róm. Þess er von og skal hvorki last né lof um mælt að sinni, en superintendent, yfírtilsjónarmaður, var fyrst í stað biskupsnafns. Orðrétt þýðing hefur aðra merkingu en andlegur þegnréttur helgaðs kristni- og kirkjuheitis staðgengilsins. 1928 var hátíð gerð í Hóladómkirkju, en hásumardag var prófastur Skagfírðinga, síra Hálfdan Guðjónsson í Reynistaðar klaustursprestakalli, formlega vígður til biskups í Hóladómkirkju. Biskup hinna sameinuðu umdæma, sem þá var nefndur biskupinn yfír Islandi, veitti frænda sínum vígsluna. Þeir síra Hálfdan og dr. Jón biskup voru bræðrasynir. Presturinn var mjög aðþrengdur í jarðlífsreynslunni. Einu gilti um skoðun hins lærða biskups. Lét hann síra Hálfdan frænda sinn kenna á kirkju- og kristnisöguþekkingunni, að biskup væri yfirtilsjónarmaður. Stafur helgisiðabókar á þann dag á Hólum Síra Jón Helgason Prestaskólakenn- ari, síðar biskup. (33 ára, þegar þessi mynd var tekin í Kaupmannahöfn). væri aðeins orðaleikur. Hlaut nú að skerast í odda, síra Hálfdan kvað þá einboðið að hætta við, kominn í fallegu biskupskápuna, sem Þórhildur frænka hans og Steinunn Briem höfðu lagt allan metnað sinn í að sauma. Bjargaði nú frændsemi og fyrri kynni síra Hálfdani og öllum vígslubiskupunum til Hóla og Skálholts upp frá því. Hann var í Prestaskólanum heimilismaður, handgenginn og háður Helga lektor Hálfdanarsyni og þeim Jóni frænda sínum. Hvernig gæti hann veitt eftirmanni biskupsins rétta vígslu, nema vera sjálfur fullgildur við athöfnina í Hóladómkirkju þenna dag? Að vísu var síra Hálfdan 3 árum eldri en Jón biskup, en hinn vígslubiskupinn, sira Valdimar Briem, var orðinn áttræður og því ólíklega tiltækur, ef biskupaskipti yrði. Hann lézt 1930 og voru þá utn sinn aðeins þær frændur biskupsvígðir í þjóðkirkjunni. Báðum hafði þeim runnið í skap, en norðlenzku prestamir albúnir til vígslumessunnar, stóðu svo þétt að baki síra Hálfdani, að dr. Jón frændi hans lét undan síga og hét því að veita honum hina einu og sömu vígslu og hann sjálfur hafði þegið af hendi síra Valdimars Briem 1917. Það sem vakti fyrir dr. Jóni Þorkels- syni og þeim þingmönnum, sem studdu frumvarpið um stiftis- eða vígslubiskupana 1909, var gagngert, að kjörinn biskup á Islandi þyrfti ekki að sækja vígsluna til Danmerkur. Gekk það eftir, af því að dr. Jón biskup lét undan hátíðardaginn á Hólum. Ella var óvíst, hvernig farið hefði. Sakar ekki að geta þess, að biskup Jón Helgason og síra Hálfdan Guðjónsson voru báðir andstæðingar frumvarps dr. Jóns Þorkelssonar 1909. Síra Hálfdan var þá fyrri þingmaður Húnvetninga, en Jón Helgason mikill áhrifavaldur í kirkjumálum, kennari og síðan forstöðumaður Prestaskólans. Þegar hann vígði næsta biskup til Hólastiftis og nýjan vígslubiskup í Skálholtsstifti 1937, notaði hann tækifærið og brýndi fyrir vígsluþegunum, að þeir væri eftir sem áður sóknarprestar og sálusorgarar, þó að veittist þessi kirkjulegi heiður, sem af vissum ástæðum yrði að vera sama vígslan og hann bæri sjálfur. (Framhald) Leiðrétting Missagt var í grein um Eyvindar- hólakirkju í 3. tbl. HEB 2007, að núverandi prestur í Holti héti Halldór Guðnason, en hið rétta er að hann heitir Halldór Gunnarsson. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á misrituninni. Heima er bezt 215

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.