Heima er bezt - 01.04.2007, Side 24
Jón R.
Hjálmarsson:
Látra-Björg
Hagorð kona á hrakhólum
Norðan í fjallgarðinn milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa
skerast tveir stuttir firðir. Heita þeir Hvalvatnsfjörður
sá eystri og Þorgeirsfjörður hinn vestari. í máli fólks
á fyrri tíð var alltaf talað einu nafni um þessi litlu byggðarlög
sem Fjörður og er það kvenkynsorð í fleirtölu. Þótt Fjörður
væru afskekkt byggð fyrir opnu hafi, þá var þar engu að
síður talsvert mannlíf á fyrri tíð. í Hvalvatnsfirði voru tíu
bæir og þrír í Þorgeirsfírði. í síðar nefnda fírðinum var líka
kirkjustaður og prestssetur á Þönglabakka. En nú er ekki
búið þarna lengur og lagðist byggðin endanlega af árið
1944. I seinni tíð hefur verið lagður slarkfær akvegur frá
Höfðahverfí um Leirdalsheiði og niður í Hvalvatnsfjörð. Þessar
eyðibyggðir eru því orðnar býsna fjölsóttar af ferðamönnum
á sumardögum, enda er þama gróðursæld og mikil og sérstæð
náttúrufegurð. Einnig á fyrri tið sótti fólk í Fjörður, þótt sú
ferðamennska væri ekki í stíl við það sem við þekkjum nú
á dögum. A 18. öld bar það við og sjálfsagt nokkuð oft,
að þangað kæmi reikunarkonan Látra-Björg og hún orti
smáljóð um Fjörður sem lifað hefur til þessa dags, enda
var þessi kona óvenju snjöll og hagorð og komst betur að
orði en flest önnur skáld í þá daga. Ljóðið um Fjörður er
svohljóðandi:
Fagurt er í Fjörðum,
þá Frelsarinn gefur veðrið blítt,
hey er grænt í görðum,
grös og heilagfiskið nýtt.
En þá veturinn að þeim tekur sveigja,
veit ég enga verri sveit
um veraldar reit. -
Menn og dýr þá deyja.
Þessi kona, sem kvað svo vel, hefur lifað sem hálfgerð
þjóðsagnapersóna í sögum og sögnum. Engu að síður var hún
næsta raunveruleg á sinni tíð, en hún lifði nokkuð óvenjulegu
lífi og var talin kraftaskáld og jafnvel fjölkunnug. Eitt með
öðru sem fólki þótti undarlegt í fari hennar var að hún vildi
aldrei vera vistráðin sem hjú, heldur kaus hún að ráða sér
sjálf og vera frjáls og engum háð. Ógift var hún líka alla ævi
og barnlaus. Einhverjar óljósar sagnir gengu þó af kynnum
hennar og samskiptum við karlmenn, sem þó aldrei leiddu
til sambúðar.
Björg hét hún og var fædd árið 1716 í Stærra-Árskógi á
Árskógsströnd í Eyjafirði, þar sem foreldrar hennar voru þá
til heimilis. Það voru hjónin Einar, sonur séra Sæmundar
Hrólfssonar í Stærra-Árskógi, og Margrét, dóttir séra Bjöms
yngra Björnssonar á Hvanneyri í Siglufirði, bæði af kunnu
og vel gefnu fólki komin. Einar þessi Sæmundsson var
talinn skáld gott og hafði lært í Hólaskóla til stúdentsprófs.
En hann var staðfestulítill, fékkst við margt, barst víða og
hafði á sér misjafnt orð. Heldur þótti hann auðnulítill og var
því um kennt að sem ungur maður hafði hann skotið öm til
bana, en það var óheillamerki samkvæmt þjóðtrúnni. Auk
Bjargar áttu þessi hjón synina Björn og Þorlák.
216 Heima er bezt