Heima er bezt - 01.04.2007, Side 29
að smalinn á Brú á Jökuldal hafi verið
að leita að kvíaám frammi á íjöllum
og hafi hundur hans þá orðið manna
var og farið að gelta, en smalinn hafi
þá séð sér til mikillar skelfingar, hvar
kona var að mjólka ær í rétt og fór sér
að engu óðslega.
í Ketilsstaðaannál sem ritaður er
af Pétri Þorsteinssyni, sýlumanni
er eftirfarandi: „Varð vart við
útileguþjófavistir á Brúaröræfum, er
menn meintu að vera Eyvind og Höllu,
hvar fyrir sýslumaður Pétur útnefndi
af Jökuldals innbúendum 8 menn þau
að uppleita um haustið, hvað þó varð
forgefms, einasta að þeir fundu þeirra
eldstó, hvar þau um tíma sig höfðu
uppihaldið. Leitinni varð ei heldur til
þrauta framhaldið sökum uppáfallandi
óveðurs“
Eyvindarkeldan?
„Um hríð hafðist Eyvindur við á
Fljótsdalsheiði og lagðist þá mjög á
sauðfé Fljótsdælinga. Tóku bændur í
Fljótsdal sig þá sarnan og ætluðu að
flæma Eyvind í burtu. Eltu þeir hann
á hestum, en hann brá á handahlaupi
og dró hvorki sundur né saman. Þegar
kom að keldu einni, rann Eyvindur yfir
hana tafarlaust, hugðu bændur hana
því slarkfæra og hleyptu út í, en þar
var þá kviksyndi eitt og festust hestar
þeirra. Skildi þar með Eyvindi og þeim
byggðamönnum. Kelda þessi er uppi á
miðri heiði og hefur síðan verið nefnd
Eyvindarkelda.“
Heimild: Loftur Guðmundsson:
Fjalla-Eyvindur og Halla, 1958.
Vatnsbólið á Vaðbrekku, handaverk
Fjalla-Eyvindar?
Saga hinnar seinni byggðar á
Vaðbrekku í Hrafnkelsdal hefst 1770,
þegar þangað flyst Pétur Guðmundsson,
sem áður hafði verið á Brú.
I bókinni „Fimmtíu sumur í
Hrafnkelsdal", Akureyri 2006, útg.
Bókaútgáfan Hólar, er viðtal við Kolbein
IngaArason flugstjóra:
„Þegar ég las um það hvernig Eyvindur
var vanur að ganga frá vatnsbólinu þar
sem hann bjó, rann skyndilega upp fyrir
mér að nákvæmlega þetta sama hafði
verið gert á Vaðbrekku. Þar voru hlaðin
göng út úr gamla eldhúsinu, sem enduðu
í litlu húsi yfir bæjarlæknum. Var það
kallað brunnhús. Lækurinn var 10 gráðu
heitur og kom inn í húsið að sunnanverðu
og beygði svo um 90 gráður og rann
út úr húsinu að vestanverðu. Þama var
rúm til að leggja frá sér hluti, s.s. bala
eða skjólu. Einnig hefur verið hægt að
fela sig þarna í útskoti. Þannig var frá
gengið að bæjarlækurinn rann inn eftir
rennu og fram af steinhellu í lítinn pytt
sem var hæfilega stór til að taka þar vatn
í skjólu. í miðjum göngunum, eitthvað
yfir gólfhæð, var op eða renna frá því, þar
sem skólpi var hellt og rann það þaðan
í lækinn aftur neðan við brunnhúsið.
Göngin lækkuðu eftir því sem nær dró
læknum, þ.e. þau hölluðu eftir landinu
og farvegi lækjarins var nánast ekkert
breytt. Hleðslan í göngunum var listilega
gerð, lág grjóthleðsla að innanverðu,
sem hallaði saman að ofan og síðan
lagðar yfir það hellur sem mynduðu
þak. Allt var þetta svo hulið með
torfi, svo að mjög lítið fór fyrir því í
landslaginu.“
Kolbeinn Ingi telur að þetta bmnnhús
geti talist vörumerki Fjalla-Eyvindar.
Þá styrkir það mjög þessa tilgátu, að
Pétur var systursonur Hans Wíum.
Leiðsögumaður og landpóstur
Snemma í maí 1772 barst Sigurði
Sigurðssyni landsþingsskrifara á
Hlíðarenda í Fljótshlíð, í hendur bréf
frá Hans Wíum sýslumanni og svarar
hann því 14. maí sama mánaðar og
einum stað í bréfinu stendur
„...í von þeirri að sá Göngu-Hrólfur,
það er maðurinn sem kom með bréfið
að austan af Fljótsdalshéraði, verði
hér um aftur gangandi, hripa ég línur
þessar.“
í íslenskum æviskrám segirum Hans
Wium:
„Hann gerði tilraun til að frnna
hinar fornu leiðir um norðuröræfi
um Odáðahraun úr Öræfum til
Möðrudals.“
Þennan vetur hefur Eyvindur verið
honum kærkominn gestur.
í bréfi 12. okt. 1774 vill Sigurður
Sigurðsson leita uppi veginn um
Odáðahraun og veginn milli jöklanna
og segir m.a.:
„Jafnframt er það uppástunga mín,
svo fremi sem strokufanginn og
sakamaðurinn Eyvindur skyldi spyrjast
uppi, og nást aftur, að hann, sem er
öllum kunnugri á íjöllum uppi, verði
þá látinn fylgja leiðangursmönnum
og með því gefnar vonir um vægð og
náðun etc.“
Heima er bezt 221