Heima er bezt - 01.04.2007, Side 30
Kviðlingar
kvæðamál
Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson
Vísnaþáttur
Lesendur, heilir og sælir. Og gleðilegt sumar.
Mildur vetur er genginn sína leið. Þáttur er í útvapinu, sem
nefnist „Orð skulu standa,,. Þar er varpað fram fyrripörtum,
sem við getum svo séð á sjónvarps-skjánum. Hér eru dæmi
tengd vorinu :
Vetrartíð er vond og löng,
en vorið kemnr bráðum.
Við þau Ijúfu varmaföng
vinum fögnum þráðum.
Og hér kemur ágætur fyrripartur til að prjóna aftan við:
Lóan er komin, hún léttir vort geð,
og lofar, að senn komi spóinn.
Nú loks fara bændur að láta út féð;
það leysir burt ísinn og snjóinn.
Þetta var svona til tilbreytingar. Ég efast ekki um, að ljóðelskir
lesendur HEB fylgist með fyrmefndum útvarpsþætti. Þar
látn hagyrðingar gamminn geysa. Ég læt hann ekki fram
hjá mér fara.
En nú er komið að þungamiðju vísnaþáttarins: hagyrðingi
mánaðarins.
Lengst af hafa þaö verið karlar, því miður vil ég segja, því
að konur eru margar vel hagmæltar. Að þessu sinni birti ég
hér vísur eftir borgfirska konu, sem ég kynntist á fyrstu árum
mínum í Reykjavík. Hún hét Guðrún Arnadóttir, og kenndi
sig við fæðingarstað sinn, Oddsstaði í Lundarreykjadal. Hún
var fædd 1900, en lést 1968. Ljóðabók kom út eftir Guðrúnu
1949 er nefnist „Gengin spor“. Um Guðrúnu unga orti Einar
Þórðarson frá Skeljabrekku (1877- 1963), en hann var hér
í ritinu sem hagyrðingur fyrir nokkru:
Ungdóms valda blómann ber;
blíðu tjaldar hótum.
Þessi faldajjólan er
fœdd á aldamótum.
Guðrún var kona fögur ásýndum, og hélt því til æviloka.
Einar Þórðarson:
Eitt mér fyrir augu bar
úti á götu um jólin.
Gat ég ekki greint, hvort var
Guðrún eða sólin.
Og þá er komið að vísunum og erindunum hennar Guðrúnar
frá Oddsstöðum:
Um sumardaginn fyrsta 1944 kveður hún fagurlega:
Andi hlýr um foldu fer,
fagnað sumri muni getur.
Fannst þér ekki, eins og mér,
orðinn langur þessi vetur?
Líttu á, hvernig Ijósið ber
líf-- og grœðir kalin sporin.
Finnst þér ekki, eins og mér,
yndislegast flest á vorin?
Guðrún var náttúruunnandi, og kom því fyrir í ljóði. Um
vetrarkvöld:
Degi ha/lar hafs að djúpi,
hökul falla lœtur sinn.
Fold í mjallar hvílir hjúpi,
hrímar allan gluggann minn.
Kynja móður kaldar loga,
kvikur glóða-faldur rís.
Sveipar hljóð um sund og voga
silfurslóða mánadís.
Þögnin seið í sálu kyndir,
söngvaleiðir opnar finn.
Yfir breiðir böl og syndir
bláa heiðið faðminn sinn.
222 Heima er bezt