Heima er bezt - 01.04.2007, Qupperneq 31
„Við“ nefnir Guðrún erindi, sem hér fer á eftir, og fjallar
væntanlega um einkamál tveggja:
Bera urðum skin og skúr,
skilningsþurrð og trega.
Þó hefur snurðum okkar úr
undist furðanlega.
Þegar slitnaði upp úr trúlofun, varð Guðrúnu ljóð á munni:
Lyftist gári á lygnum sjó,
lœddust tár á hvarminn.
Nóttin sárum næðing sló
nítján ára barminn.
Langt er síðan ég lærði eftirfarandi stökur Guðrúnar frá
Oddssstöðum:
Hverfur engum alveg sól,
er á strenginn kunni.
Veita lengi Ijóðin skjól
lífs íþrengingunni.
Hnípa stráin hélu rennd,
hretið sá um dóminn.
Sveimar þráin klökkvakennd
kringum dáin blómin.
Dagar renna og œviár,
okkar fenna sporin.
Engar senn í sálu þrár,
sem að brenna á vorin.
Guðrún var alin upp í sveit, eins og að framan er sagt, og
unni náttúru og því, sem í skauti hennar felst. „Litli fúglinn
minn“ nefnist ljóð, sem fjallar einmitt um hann:
Hlýjar sinni, styttir stund
strengja þinna gaman.
Okkar fmn á ýmsa lund
örlög tvinnuð saman.
Bundinn tregi í beggja sál
barmur feginn dylur.
Eg mun þegja, en þú átt mál,
sem þjóðin eigi skilur.
Þröngt er beggja búrið eins,
bilar tveggja kraftur.
Vonir eggja vart til neins;
vœngir leggjast aftur.
Þyngist gangan, fyrnist flug,
Jinnast langar tíðir.
Taka fanginn hryggan hug
hljómar angurblíðir.
Mér fmnst fara vel á því að birta vísur, er Guðrún orti um
Borgarfjörð.
Eiríksjökull varðar vel
vegi heiðarinnar.
Nú er bjart um norðurhvel;
— nýt ég leiðarinnar.
Langt er síðan leiðin mín
lá um þessar slóðir.
Blessuð veri brjóstin þín,
Borgfirðinga móðir.
Ég hefi kynnt vísur og ljóð eftir Guðrúnu Ámadóttur frá
Oddstöðum í Lundarreykjadal. Hún var gott skáld, sem
fengur er að kynnast.
Dægurljóð
Þegar þetta er ritað inn á tölvuskjá, er vetri að ljúka. í sveitinni,
þar sem ég ólst upp fram til tvítugsaldurs, var litið með
vonaraugum til vorsins. Þá lauk langri innistöðu sauðfjárins,
en kýmar voru ekki leystar út fyrr en síðar. Þó að ég bæri ekki
ábyrgð á búskapnum, fylgdist ég með honum, og gladdist,
ef vel gekk, en hafði áhyggjur af erfiðleikum, hvort sem
var vegna árferðis eða fóðurbirgða. Sem 18 ára unglingur
lýsi ég blíðviðri á einmánuði með þessu erindi:
Einmánaðar blíðviðri bœtir hag,
bjart er nú hérna úti í dag.
Allar kindurnar eru á beit,
að þeim má bráðum hefja leit.
Sólin í vestrinu svífur hátt,
úr suðrinu andar vorsins átt,
og snjórinn hverfur af hól og hlíð,
já, harðinda brátt er úti stríð.
Mér datt í hug, að gaman væri að birta hér dægurljóð,
sem naut mikilla vinsælda fyrir hálfri öld og sungið var af
Erlu Þorsteinsdóttur, sem danir nefndu söngkonuna með
silkimjúku röddina. Erla er frá Sauðárkróki, en hefur alið
aldur sinn í Danmörku. Ljóðið, sem hún Erla söng, nefnist
Bergmálsharpan. Höfundur ljóðsins er Loftur Guðmundsson
(1906- 1978), en lagið er eftir Friedrich W. Möller Hér er
þá ljóðið vinsæla:
Bergmálsharpan
Ur draumafirrð mér blærinn ber
þann bjarta strengjahreim,
er kallar hug úrys og önn
í œskudalinn heim.
Falleri, fallera. . .
þann bjarta strengjahreim.
Heima er bezt 223