Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 39
■u5
Cuðmundur
Sæmundsson
minning
Genginn er á vit feðra sinna,
einn besti góðvinur okkar hjá
tímaritinu Heima er bezt, Guðmundur
Sæmundsson. Guðmundur var
mikilhæfur greinahöfundur og liggur
eftir hann talsvert greinasafn, sem
birst hefur í ýmsum tímaritum, en
þó hygg ég að ætla megi að einna
mest og lengst hafi hann skrifað í
tímaritið Heima er bezt.
Greinar Guðmundar voru vinsælar
hjá lesendum ritsins og mikið lesnar.
Hann var sérstakur áhugamaður um
sögu skipa og samgangna á sjó,
einnig ferðalög á láði jafnt sem legi,
og ijölluðu greinar hans gjarnan um
þessi efni. Einnig ritaði hann talsvert
um heimabyggð sína og æskuslóðir,
Fljót í Skagafírði, en þaðan átti hann
margar og góðar minningar. Mikill
fróðleikur og heimildir búa í þessum
greinum Guðmundar, bæði um lifnaðarhætti, sögu staða og
búenda, og afar margar greina hans eru ritaðar samkvæmt
eigin reynslu af því sem fjallað var um.
Ekki hef ég tekið saman fjölda þeirra greina sem Guðmundur
ritaði fyrir okkur hjá Heima er bezt, en tel ekki fráleitt að
ætla að þær séu a.m.k. rúmlega hundrað talsins.
Fyrsta grein hans birtist í blaðinu í september 1972, og sló
hann þar nokkuð tóninn hvað varðar það sem síðar kom, en í
þeirri grein ritar hann um seglskipið Gránu, er hóf siglingar
fyrir Gránufélagið á Akureyri árið 1869.
Síðan verður nokkurt hlé á samskiptum Guðmundar og
blaðsins, eða allt til ársins 1996, er þar birtist hans næsta
grein, sem ljallaði um fyrstu hópferð íslendinga til Kanaríeyja
árið 1962. Og upp frá því má heita að Guðmundur hafi átt
grein í hverju einasta hefti blaðsins, um nær 10 ára skeið,
eða allt til þess að veikindi hans fóru að gera honum erfitt
um skrif.
Lengst af þessa tíma ræddum
við Guðmundur saman á hverjum
degi, um hin aðskiljanlegustu efni,
og var það nokkuð föst regla, að
dagurinn hófst á því að Guðmundur
sló á þráðinn til að spjalla. Var
nokkuð misjafnt hvað lengi var
rabbað, en algengt var að við
spjölluðum í hálftíma, og stundum
allt að klukkustund, þegar vel lá á
okkur. Guðmundur var einstakur
hætlleikamaður í samræðulistinni,
hafði gaman af og átti gott með
að segja frá, bæði mönnum og
málefnum.
Eg naut þessara spjalltíma okkar
Guðmundar með miklum ágætum,
og á eftir að sakna þeirra um langa
hríð. Og vissulega er orðið skarð
fyrir skildi í höfundahópi Heima er
bezt, og ekki vafi á að margir eiga
eftir að sakna fróðleiksgreina Guðmundar.
Nokkru áður en hann lést, höfðum við reifað þann möguleika,
að gefa út sérstaklega, greinasafn hans, sem birst hafði í
blaðinu, a.m.k. úrval úr því, og var fyrirkomulag þess með
því síðasta sem við Guðmundur ræddum héma megin heims.
Hann var byrjaður að flokka það niður til þeirrar birtingar,
með aðstoð Lindu dóttur sinnar, þegar kallið kom. Þessi
samantekt greina hans var honum talsvert áhugamál, og er
það von okkar að geta haldið því verki áfram og koma á
prent, því það yrði verðugur minnisvarði um góðan dreng
og listhagan miðlara fróðleiks.
Eftirlifandi eiginkonu og börnum þeirra, votta ég mína
dýpstu samúð.
Guðjón Baldvinsson.
Heima er bezt 231