Heima er bezt - 02.11.1963, Side 2
BLINDUR
ER BÓKLAUS
MAÐUR
Vel valið heimilisbókasafn, þótt lítið sé að vöxt-
um, er ein bezta eign hvers heimilis. Það er menn-
ingarauki, híbýlaprýði, gleðigjafi og fróðleiks-
brunnur allt í senn. Erfitt er að gefa algildar regl-
ur um val í slík söfn. Þar verður smekkur og áhuga-
mál hvers og eins að ráða, því að þau bókasöfn eru
til notkunar en ekki til þess að standa í skáp fyrir
fordildar sakir. Mikils væri um það vert, ef unnt
væri að kenna börnum og unglingum almennt að
njóta samfélagsins við bækurnar, þegar á ungurn
aldri. Er ekki að efa, að þau kynni myndu draga
nokkuð úr því eirðarleysi og óróa, sem svo mjög
gætir meðal æskufólks. Þannig getur heimilisbóka-
safnið orðið mikilvægur þáttur í uppeldi þjóðar-
innar.
Áskrifendur „Heima er bezt“ eru betur settir en
margir aðrir með það að afla sér góðra bóka og
koma sér upp heimilisbókasafni, því þeir geta val-
ið úr miklum fjölda bóka, sem þeir eiga kost á að
eignast við miklu lægra verði en allur almenningur.
Fjöldamargir áskrifendur hafa látið í ljós ánægju
sína með þetta fyrirkomulag og notfært sér það til
bókakaupa.
Hér fer á eftir skrá yfir allar þær bækur, eldri
og yngri, sem áskrifendur „Heima er bezt“ eiga
kost á að panta. Eins og sjá má, þegar blaðað er í
skránni, þá kennir hér margra grasa, og er þar eitt-
hvað við flestra hæfi.
í lok bókaskrárinnar er handhægur pöntunarseð-
ill fyrir þá, sem vilja notfæra sér þessa þjónustu.
388 a. Heima er bezt