Heima er bezt - 02.11.1963, Síða 4

Heima er bezt - 02.11.1963, Síða 4
eftir . íKj dr. Stefán Einarsson. j\ | * j 1 (( )( j j ) \ (\ Það þótti mikill merkisviðburður í íslenzkum bókmennt- um þegar hin mikla og stórmerka bók dr. Stefáns Einarsson- ar prófessors, „Islenzk bókmenntasaga 874—1960“ kom út á forlagi Snæbjarnar Jónssonar & Co. árið 1961, enda er þetta fyrsta verk sinnar tegundar, sem tekur til meðferðar allt tíma- bilið frá landnámstíð til vorra daga. Nú hefur dr. Stefán ritað nýja bók um skáld og rithöfunda á Austurlandi allt frá upphafi vega, og mun öllum sem áhuga hafa á íslenzkum bókmenntum þykja sérstakur fengur að þessari nýju bók hans. Bókin er gefin út sem VI. bindi í ritsafninu „Austurland“. Henni er skipt í nokkra aðalkafla, og hverjum kafla aftur í fjölmarga smærri kafla. Er bókin, sem er hin skemmtilegasta aflestrar fyrir þá sem áhuga hafa á íslenzkum bókmenntum, hin mesta fróðleiksnáma um það efni sem um er fjallað. I lausasölu kr. 275.00. Til áskrifenda HEB aðeins kr. 195.00. 186. Á VÖLTUM FÓTUM Sjálfsœvisaga Arna Jakobssonar frá Viðaseli. Þórir H. Friðgeirsson sá um útgáfuna. í eftirmála að bókinni ritar séra Friðrik A. Friðriksson meðal annars á þessa leið: „Sjálfsævisaga sú, sem hér er skráð, er átakanleg harmsaga. Þegar alls er gætt, er hún jafnframt og öllu heldur undra- verð og heillandi sigursaga, auðug af dæmum ástar og tryggð- ar, hugrekkis og þolgæðis, mannúðar og drengskapar. Ekki er líklegt, að nokkrum hugsandi manni leiðist lesturinn. Því siður er líklegt, að frásögnin sé ýkt og ósönn. Arni Jakobs- son var skýr maður og sannfús. Ekki var það aðeins, að Árni Jakobsson ætti sér fágætan æviferil harma og hamingju, heldur var hann og sjálfur um margt sérkennilegur og eftirminnilegur. Hann var hár mað- ur og þrekvaxinn, mjög mikill um herðar og handleggi, svo að ætla mátti að hann væri rammur að afli, og eflaust var 390 a. Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.