Heima er bezt - 02.11.1963, Page 5
hann góðum burðum gæddur. Fríður var hann yfirlitum og
fyrirmannlegur. í hýrum augum hans bjó birta sinnugrar
greindar, glaðrar lundar, einlægni og hjartahlýju. Hver, sem
kunnugur var raunasögu hans og horfði á fatlaða og magn-
litfa fætur hans, hefði mátt búast við að sjá daprar rúnir
þjáninga og armæðu í yfirbragði hans og undrázt það, að
sjá þær ekki . ... “
Þessi bók er hollur lestur öllum þeim sem eiga við erfið-
leika að stríða í lífinu, og mun verða öllum sem lesa til mik-
illar uppörfunar og hvatningar.
í lausasölu kr. 180.00. Til áskrifenda HEB aðeins kr. 130.00.
187. ÞEGAR HIMNARNIR
OPNAST
eftir Arnald Árnason.
í formála að bók sinni seg-
ir höf. meðal annars:
Tilgangur þessarar bókar er að sýna fram á með
reynslusönnunum, að hægt sé að ná sambandi við framlífs-
menn eftir leið raunvísinda. Mér er ekki kunnugt um að
áður hafi verið gerð grein fyrir þessari leið og flestir menn
munu telja hana óhugsandi.
Sálræn reynsla hefur ekki verið sönnuð raunvísindalega
og snerting okkar við framlífið er einkum huglægs eðlis. En
til er þó reynsla af framlífsmönnum, sem ekki er mögulegt
að telja sálræna með öllu. A ég þar við lækningar framlífs-
manna og munu hundruð manna hér á landi geta vottað
líkamleg en ekki sálræn áhrif af lækningageislum framgeng-
inna lækna ....
Ég hefi þá persónulegu reynslu af lækningageislum fram-
lífsmanna, sem gerir mér fært að bera fram þá tilgátu, að
ein tegund þeirra geisla, sem framlífsmenn nota við lækn-
ingar hér á Jörðu niðri, séu framleiddir með tilstyrk sólar-
ljóssins. Hér mun vera um hagnýtingu hins útfjólubláa sól-
arljóss að ræða þannig, að framlífsmenn auka tíðni þess og
nota það við lækningar en einkum þó ekkur til hressing-
ar . .. .“
Arnaldur Árnason er víðlesinn og fróður um trúarbragða-
sögu og dulvísindi, og hefur hann í riti þessu fléttað þau
fræði saman við dularreynslu sjálfs sín. Leitast hann við út
frá þessum forsendum að sanna, að framlíf manna sé aðeins
náttúrlegt framhald þessarar jarðvistar, og hvetur til að þau
fræði verði rannsökuð að hætti raunvísinda. Höfundur er
djarfur í máli, hiklaus í skoðunum og segir marga nýstárlega
Heima er bezt a. 391