Heima er bezt - 02.11.1963, Page 22
909. BYGGÐIR OG BÚ
Aldarminning búnaðarsamtaka Suður-Þingeyinga
Þetta er stórkostlega fróðleg og glæsileg bók,
sem á sér ekki sína líka í íslenzkri bókaútgáfu.
Bókin er 700 blaðsíður í stóru broti og í henni
eru á annað þúsund ljósmynda af bæjarhúsum
og ábúendum jarðanna auk mynda af helztu
félagsmálafrömuðum héraðsins frá því tíma-
bili, sem bókin fjallar um.
í fyrri hluta bókarinnar greinir frá sögu fé-
lagshreyfinga í Suður-Þingeyjarsýslu, einkum
að því er varðar framfarir í búnaði.
í síðari hlutanum er lýsing á öllum bújörð-
um, landkostum þeirra, ræktun og byggingum
og ágrip af sögu þeirra. Þá er skrá um öll eyði-
býli í sýslunni auk ýtarlegrar nafnaskrár.
Þetta er ein af þeim bókum sem verður því
verðmætari sem tímar líða fram. Þarf ekki
annað en gera sér í hugarlund hvílíkur feng-
ur væri að því að eiga nú í dag slíka bók sem
prentuð hefði verið fyrir 100 árum.
í lausasölu kr. 725.00.
Til áskrifenda HEB aðeins kr. 510.00.
408 a. Heima er bezt