Hljóðabunga - 01.03.1975, Page 5
i
Ég hafði snemma opinn munninn.
og ýmsu á spássíu sem hann náði í. Ég er
búinn að gleyma hvaða bók þetta var, það
var einhver forn ættartala. Efni voru léleg
og ekki aðrar kröfur en að það væri til að
éta og sæmilega hlýtt í baðstofunni. Hann
hafði 30 línu olíulampa, sem kallaður var
eða blússlampi, og hann hitaði mikið á
kvöldin.
KVENSEMI OG SKOTTULKÆKNINGAR
Kona Sighvats, Ragnhildur Brynjólfsdótt-
ir, sem var stjúpa mömmu, hafði mikið
dálæti á honum, en var ákaflega hrædd um
hann, hún gekk bara með dellu. Einu sinni
þegar þau voru orðin gömul bæði tvö var
hún að segja mér frá stelpu, sem væri þar
í nágrenninu, og væri sífellt að fara í hlöð-
una hans Sighvats. Og svo var hún að
skæla og segja mér frá þessu. Ég var
líklega um 15 ára og mig langaði nú til
þess að hún væri ánægð og væri ekki með
þessar raunir. Ekki datt mér í hug, að
segja henni að þetta væri ekki satt, en ég
sagði við hana:
„Heyrðu, geturðu ekki látið þér standa
á sama”.
Það lengdist á henni andlitið og hún
sagði:
„Guð náði þig, Nonni minn, þetta getur
maður ekki sagt um ektapar sinn. Það er
ekki hægt”.
HLJÓÐABUNGA
5