Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 6

Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 6
Afi hefur sjálfsagt verið kvensamur í eðli sínu. Ég varð nú aldrei var við neitt, en ég frétti um eitt og annað. Sumt var ekki satt, annað alveg satt eins og gerist um svoleiðis menn. Afi var skottulæknir, líklega frekar góður af þeirri gerð, þvi að hann las mikið og átti alls konar skruddur hingað og þangað að. Snmt af því voru auðvitað gamlar kerlingahækur. En hann kunni vel að meta hvaða hækur það voru sem helst var eitt- hvað á að hyggja. Fólk hafði gaman af að tína í mig sögnr um karlinn. Það var samt alls ekki af því, að það hyggist við að ég hefði neina andúð á honum, en ein var svona: Einhver kven- maður lá veikur og fékkst ekki fram úr og breiddi yfir höfuð. Afi var sóttur og spjall- aði eitthvað við hana og fær hana til að tala við sig. Það kemur upp úr kafinu, að það er huldumaður, sem ásækir hana. Nú voru góð ráð dýr, en hann vissi ráðið. Ef hann svæfi hjá henni í nótt, byggist hann við, að huldumaðurinn væri úr sögunni. Þetta átti að hafa gerst og stúlkunni batn- aði og fékk aldrei kast eftir ])að. Guðbjörg hét grannkona okkar í Fremst- húsum í Bakkaþorpi. Hún var að stinga í mig vísum um afa, og ég veit, að hún bjó þær til í hans anda. Eitthvað var verið að tala um, að hann væri að heilsa læknis- ekkju á Lækjarósi. Og svo segir Guðbjörg við mig einu sinni: „Jæja Nonni, nú varð afa þínum Ijóð af munni, þegar hann kom að Lækjarósi”. Síðan fer hún með vísu, sem er svona.: Fljótt hér gerðist gleðisnautt græt ég angri marinn. Frúin burt og allt er autt og Ásgeir líka farinn. Auðvitað bjó hún til vísuna. En hann átti að hafa búið hana til. Hún var skæð með þetta. Og allt lapti luin i mig. Hún hélt að ég lilypi mcð þetta og reiknaði nokkuð rétt út. Hún þekkti karlinn. Ha, ha. Mamma var elsta barn Sighvats. Hann átti hana, þegar hann var 19 ára suður í Borgarfirði. Móðir hennar var ættuð úr Kjósinni, en fór vestur í Miðdali, bjó þar með manni og átti með honum börn. Þau skulduðu sveit en giftust ekki. Mamma var því ekki alin upp hjá afa, en kom seinna sem vinnukona til hans og ílentist á Höfða. FÖÐUBÆTT Pabbi var borinn dýrfirðingur og faðir hans var arnfirðingur, hét Sigurður Bjarna- son og var leikfélagi Jóns Sigurðssonar sálaða. Eitt af bréfunum í bréfasafni for- setans er til hans. Þetta bréf er dálítið athyglisvert, því að það er eina bréfið, sem kemur inn á æskuminningar. Og líklega skilst ekki sumt í því. Það eru hálfgerðar eftirhermur eftir einhverju, sem þeir hafa þekkt áður og höfðu gaman af. Ég man ekki eftir þessum afa mínum. Ég man aðeins, þegar hann var jarðaður. Hann dó á næsta bæ við Höfða, var búinn að vera blindur nokkuð lengi, og likið var flutt á ísi út í Höfðaoddann, en ég var að orga á loftinu uppi. Þar var þakgluggi og eldri bróðir minn stóð á kistli uppi í rúminu og horfði út um gluggann, en ég orgaði á gólf- inu. Ég vildi gá líka. Og ég vissi, að það var verið að jarða hann afa minn, en ég gerði mér enga grein fyrir því, hvað það var eiginlega. Þó vissi ég, að hann var dáinn, það var eitthvað svoleiðis. Þá er þar kona, sem Halldís hét. Hún tekur utan um mig og réttir mig upp í gluggann. Ég sé gráa móðu og einhverja dökka þúst. Svo var ég látinn niður og var ég ánægður með þetta. Ég hef verið mjög ungur. ALFAB Hjátrú var töluvert mikil hjá sumum, og þar var mitt fólk ekki eftirbátar og þó var það sunnan úr Dölum til og frá. Ég veit að mamma var þrælhjátrúarfull. Gamla konan, stjúpa hennar, var úr Breiðafirði. Hún var alveg full af hindurvitnum. Ef hún týndi einhverju, þá skammaði hún okkur fyrst fyrir að hafa tekið það. Þegar við svórum og sárt við lögðum, lét hún það 6 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.