Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 8
veiðastöðinni. Ymsir staðir voru svo megnir
af þessari lykt, að ég gat aldrei komið á
þá. Þegar Fjandinn var að koma i draumum
til þess að ónáða mig var það yfirleitt með
því að vera með þrátt flesk og vilja nugga
framan í mig. Ég held, að þetta hafi verið
flökurleiki sem var orsökin, truflun í mag-
anum, því að alltaf seldi maður upp þegar
maður vaknaði.
Jónsbók var alltaf lesin heima, og maður
varð snemma að þegja og hlusta, meðan
verið var að lesa þennan langa lestur, en
leiðinlegt var það. Til þess að maður væri
rólegur, var maður að skoða myndirnar
í þjóðvinafélagsalmanökum, nema það
vildu losna blöðin. Maður tók heldur stíft
í þau, þangað til þau hrukku upp úr og þá
hrökk maður við sjálfur. Það var sjaldan
gert mikið úr því, þó að leitt þætti að missa
þau. Það var engin önnur lestrarbók potuð
en Jónsbók. Svo voru einhverjar hugvekjur
á föstunni. Það vantaði ekki trúræknina,
en hvort lífernið var alltaf samkvæmt, það
er annað mál. Túlkanirnar voru meira líkar
Grýlu en að það væri Guð, sem verið var
að túlka, þetta var gamalt kirkjuortodox.
Hallgrímur Pétursson var mjög mikið
uppáhald, og maður veit nú hvernig guð-
fræðin hans hefur verið. Satan bjó boðinn
og búinn að draga sálirnar í vítiseld. Ég
held það hafi verið kenningin. Þó voru
trúarbrögðin kölluð fagnaðarboðskapur.
Ég held, að hann hafi j)ó oft fengið að lúta
í lægra haldi hjá kirkjunni, hafi frekar
verið notaður til að halda mönnum í skef j-
um og gera þá auðsveinari því valdi, sem
er. Það er Páll postuli víst sem segir:
„Verið yfirboðnum valdstéttum hlýðin,
því að enginn valdstétt er til nema frá
Guði”.
Meginþunginn hefur verið lagður á
j)essa skoðun fremur en hina kærleiksríku
skoðun, sem Kristur var að kenna, ])ví að
hans kenning felur ekl<i annað í sér en að
leita að því týnda og biarga því. M.a.s.
djöflarnir, sem hann rak út. beir biðia að
hann vægi sér og lofi sér að fara í svínin,
og liann gerir það.
Við vitum, hvernig sagan er vim vændis-
konuna. sem átti að devða. Kristur sagði:
„Hvar eru þeir sem ákæra þig?”
„Farnir”, segir hún.
„Ákærir þig enginn?”.
„Nei”, segir hún, „enginn”.
„Það geri ég ekki heldur”, segir hann.
Þetta er samræmi í hans kenningu.
BAKKAÞORP OG JÓN 1 GLÓRU
Við kölluðum Bakkaþorp, sem nú er
yfirleitt skilgreint á pappírnum sem Neðri
Hjarðardalur. Það var hinum megin við
ána, næsti l)ær við Htifða. Þar voru 4 býli.
Þar var Glóra, Skemmuhús og Fremsthús
og þar var Bakki. Þetta var heilt þorp.
Um Glóru og Glórugil voru þjóðsögur.
Kona nokkur bjó á Hrafnabjörgum, sem
er hjáleiga frá Höfða og löngu komin í
eyði. Bærinn dró nafn sitt af klettum, sem
eru þar fyrir ofan, og fellur stundum grjót
úr, í grjótsax sem er þar fyrir neðan í gras-
flóka, og kallað er Stórgrjót. Svo er sagt,
að karlinn, sem átti heima í Glóru, stælist
þarna inn eftir til að rífa hrís og mættust
þau konan á Stóragili, sem svo er kallað.
Ekki er sagt, að þeim hafi farið mikið á
milli, en þegar hún kemur heim til sín inn
eftir, þá fellur Glórugil. En karl var fjöl-
kunnugur líka og gat beint gilinu lit á. Þess
vegna er þessi bevgja fyrir neðan gilið lit
ó við. Hann beindi straumnum þangað. En
til að hefna sín á henni, þá lét hann Stór-
grjót falla og ætlaði þeim að fara alla leið
niður. en hún sá við lekanum sú gamla.
Hún bjóst við þessu og gat með krafti
sínum stöðvað grjótið svo að það þorði ekki
lengra.
Jón hét náaranni okkar í G’óru. Hann
var vinur okkar strákanna. Við vorum
fjórir. en af því að einn okkar hét Jón,
kallaði hann okkur aRa nafna.
„Nafni. viltu graut”.
Já, liann var sestrisinn og vildi gefa
okkur eitthvað að éta. Jóni var iRa við
nafnið Glóru, færði bæinn sinn út að Gili
og lét hann heita Gil, fékk frænda minn til
að mála ski'ti með nafninu. Hann sa^ði að
nafnið væri þinplesið og það væri 10 kr.
múlt ef fólk knl'aði bæinn ekki Gil. Svo
kom 1 markatöflunni næst á eftir: Jón
8
HLJÓÐABUNGA