Hljóðabunga

Ukioqatigiit

Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 10

Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 10
MtRAÆTTIN Á Mýrum bjó hin svokallaða Mýraætt. Það var efna- og framfarafólk að mörgu leyti. Þegar ég man eftir þá var þar Guð- mundur Haglin, sem var afi Guðmundar Hagalíns rithöfundar. Hann missti konuna sina sneimna og var búinn að trúlofa sig konuefni og fór í kaupstað til þess að sækja í veisluna. Hann var víst nokkuð ölkær. Það var talið að hann hefði verið töluvert drukk- inn, en hann kom ekki fram. Það sökk undir honum báturinn við þriðja mann og þar með var búið með hann. Guðmund- ur var stór, en ég man bara ekkert eftir andlitinu á honum, en ég man eftir treyj- unni. Hann var í tvíhnepptri treyju, sem var kölluð sjótreyja í þá daga, með tvær hnapparaðir framan á bringunni. Ég heyrði sagt að hann hefði verið kappsamur maður. Hann vildi helst fella alla í glímu. Ef það var einhver, sem gat fellt hann, þá hafði sá rnaður aldrei frið. Guðmundur var alltaf að koma aftur og aftur og reyna. Þessum mönnum varð það til að láta hann fella sig, svo að hann gæti sagt að liann hefði fellt þá. Þetta frétti maður. Kappgirnin var mikil og ættarstolt, en hjálpsamt var þetta fólk og mjög gestrisið. Síðar bjó mágur Guðmundar á Mýrum, Friðrik Bjarnason hreppstjóri. Hann þekkti ég mjög vel og börn hans. Guðmundur Hagalín yngri sagði mér sögu úr sinni ætt, sem ég hafði aldrei heyrt áður. Hann sagði að móðir sín hefði sagt sér og sagan hefði verið leyndarmál ættar- innar. Hún er á þessa leið: Mýrabóndinn á griðung sem sóttur er til kúanna. Svo eru feðgar, Gísli og Oddur í Garði, næsta bæ fyrir ofan. Þeir eiga grið- ung sem er svo efnilegur og myndarlegur, að hann er sóttur langt fram yfir Mýragrið- unginn. Einu sinni, þegar Oddur, sonurinn, kemur heim frá því að smala, er faðir hans ekki heima. „Nú hvurt fór hann?” „Hann fór fram að Mýrum”. Og það hafði nú skeð heldur en ekki eitthvað. Gisli hafði fundið griðunginn sinn í mógnum, þar sem honum hefur auðsjá- 10 anlega verið hrint ofan í, en á bakkanum var snæriskeyri og hnútur á, sem enginn kann nema Mýrabóndinn. Oddur vindur sér strax af stað og þegar hann kemur ofan að Mýrum spyr hann eftir föður sínum. „Ja, þeir fóru út í kirkju”, er honum sagt. Hann fer þangað og kirkjan er aftur. Hann hrindir henni upp og sér þá að faðir hans stendur undir bita með snæri bundið um hálsinn og feðgarnir á Mýri hóta að hengja hann ef hann láti ekki griðungs- málið niður falla. Nú koma allir i einu og það er farið inn í bæ og sest við trakter- ingar og á eftir er lýst með heimasætunni á Mýri og Oddi í Garði, en hann hafði áður beðið liennar, en fengið þá neitun vegna ættsmæðar. Eftir það voru nöfnin Oddur og Gísli í ættinni eins og t.d. Guðmundur og Brynjólfur. Þessi saga lýsir kappgirninni vel. Bændurnir í Garði skyldu nú ekki hafa þennan griðung lengur til að keppa við Mýragriðunginn. BRENNIVlN OG VESTFIRSKA Fyrir nokkuð mörgum árum lá ég aleinn í hliðinni á gömlum æskustöðvum í Dýra- firði. Þá var eins og filma væri undin upp. Ég sá fyrir mér karlana á hverjum bæ i Dýrafirði, hvernig þeir voru í laginu og' hvernig þeir töluðu. Þegar þeir komu úr kaupstaðnum, þá var nú ringjótt róið, því að flestir fengu sér brennivínsflösku svona fyrst framan af. Svo var lagt upp og bæirn- ir heimsóttir. Þetta voru allt góðir karlar. Mér finnst m.a.s. að ef einn þeirra vantaði, þá væri ég eitthvað öðruvísi en ég er. Sigurlini í Botni var dálitið skáldmæltur og talaði ekta vestfirsku eins og hún var í þá daga. „Heldurðu það”, sagði hann. Einu sinni kom Sólmundur að Höfða. Hann var húsmaður. Þeim varð eitthvað sundurorða afa og honum og þá segir Sólmundur: „Og ég held mér sé nú sama hvað hel- HLJÓÐABUNGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hljóðabunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.