Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 12

Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 12
í Glóru, en hann var ákaflega fljótfærinn eins og áður sagði. Það var eftir að Haf- steinsáfallið var. Afi les fyrir hann frétt, að enski skipstjórinn hafi rekið hauslaus ein- hvers staðar við Suðurland. Þá gellur Jón við undir eins: „Ja, nú hefur þó andskotann langað í svið”. Hann var fljótur að svara. En alltaf grunar mig nú afa að hafa húið til söguna. Það er haft eftir Jóni lika, að hann hafi verið að skjóta kaðli niður í lest einhvers staðar. Þá gellur stýrimaður eða skipstjóri við: „Þú verður að skjóta honum með sól”. „Ja, hvernig á ég að vita hvernig sólin gengur hér suður í bugt og það niður í lest”, sagði karlinn. ÞINGEYRI Þingeyri er í huga mínum eins stór og hún er núna. Þó er það náttúrulega mesta della. Þá var margbýlt i hverju húsi eins og hér á Isafirði, þegar ég kom hingað. Gramsverslun á Þingeyri gerði út þilskipin. Þá var Friðrik Reinard Wendel faktor. Verslunin var þá og nokkuð lengi eftir það eins og selstöðuverslanir voru. Þegar þeir tóku vörur, þá var það ekkert múður. Þeir sögðu hvað ætti að borga fyrir ull eða fisk. Ekkert múður var með vörurnar út, grjónin kostuðu þetta, kandísinn þetta, rúgmjölið þetta. Þeir réðu á báða vegi, svo að hagnaðurinn var tryggður fyrir versl- unina fyrst og fremst en ekki afkomu fólksins. Þegar menn voru farnir að skulda nokkuð mikið svo að það væri vafasamt að vorhluturinn þeirra dygði til þess að borga, þá var nú farið að kippa í taugina og sumir urðu að fá sveitarábyrgð. Ég man eftir því einhvern tíma um alda- mótin, að ég sá fjórar stúlkur á götunni á Þingeyri. Það voru sunnlenskar stúlkui’, sem voru þarna í vinnu, og þeim þótti iítið kaupið í fiskbreiðslu. Mér var sagt að þær væru að gera skrúfu (verkfall). En hvort þær unnu eða unnu ekki fylgdist ég ekki með. En þær voru að gera skrúfu. 12 ÞINGEYSKI ANDINN Samkomulagið meðal bænda var gott, en alltaf samt verið að rifast út af skepnum. Allar jarðir voru ógirtar og alltaf verið að setja skít i smalana, að þeir rækju illa frá. Kýr og hestar ösluðu árnar inn í engjarnar hjá hinum, svo að það var að æra óstöðugan. Okkar heimafólk var þröngsýnt. Það var beiskt, en ekki þó eiginlega hvert út í annað Þetta var afleiðing af basli og gömlum ven j um. En svo komu norðlendingarnir vestur. Maður sem hét Jón Þórarinsson kom á hina jörðina og var nágranni okkar. Þá breyttist allt, því að hann leit öðrum augum á hlut- ina. Kristinn á Núpi kom nokkuð snemma og hann tók þátt í félagsmálum og var vanalega í sveitarstjórn og bar töluvert á honum. Þó að þeir hafi verið jafn fátækir og hinir voru þeir allt öðruvísi. Þeir komu með þennan þingeyska bjartsýnis- anda og félagshyggju. En þeir voru þungir fyrir vestfirðingarnir, sögðu oft ekki mikið, en þegar þeir sögðu það var það meiningar- mikið. Það var ekkert verið að snikra utan af því eða fara í kringum það á diplómat- ískan hátt. Hver fékk það sem lionum var úthlutað. Norðlendingarnir voru eins og tillitssamari við tilfinningar annarra. Þeir voru nærgætnari. Um aldamótin var uppi fótur og fit. Þá voru þeir komnir vel fyrir vindinn með sínar ágætu hugsanir i hreppnum sr. Þórð- ur Ölafsson og Kristinn á Núpi. Þeir stofn- uðu Bindindisfélag Mýrahrepps, sem seinna varð ungmennafélag, en var það eiginlega frá upphafi, því að þar voru ræddir alls konar hlutir m.a.s. ræktun á jörðinni og skógrækt. Þetta voru náttúru- lega allt tómar hugsjónir, því að enginn veruleiki varð í neinu af þessu, ekki þá, þvi að enginn gat neitt. Það var enginn afgangur af vinnunni á kotunum og ekki hægt að vinna sjálfboðavinnu. Þegar þeir fóru að spila okkur upp unga fólkið, mætti það töluverðri andúð hjá eldra fólkinu í Dýrafirði vegna þess að það taldi það draga frá vinnunni. Ég man eftir fyrsta fundi, sem ég sat á. HLJÓÐABUNGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.