Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 17

Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 17
Askorun fil vestfirðingu Vestfirski einhljóðaframburðurinn er á hröðu undanhaldi. Eins og kunnugt ier einkennist hann af því, að borið er fram a á undan ng og ink (í stað á), ö á undan ng (í stað au) og e á undan ng (í stað ei). Björn Guðfinnsson prófessor kannaði tíðni vestfirska framburðarins á árunum 1943—1944. Rannsakaður var framburður 715 barna um alla Vestfirði. Þau voru á aldrinum 10-13 ára. í Ijós kom að 160 börn (um 23%) höfðu hreinan einhljóðaframburð, 502 börn (um 70%) höfðu blandaðan framburð og bar þar mest á a-fram- burði á undan ng og nk, en aðeins 53 börn (um 7%) höfðu hreinan tvíhljóðaframburð. Vestfirskan var sterkust í N-ísafjarðarsýslu. Vestfirskur framburður er upprunalegri en tvíhljóðaframburður og hafa því vestfirðingar nokkra skyldu á höndum að glopra honum ekki niður. Auk þess er hann eitt af því, sem gerir vestfirðinga |að vestfirðingum, og ættu þeir því að hafa þann metnað til að bera að hvika ekki frá honum og taka annan verri og Ijótari í staðinn. Eins og kunnugt er hafa norðlendingar, svo að dæmi sé tekið, mjög otað sér í þular- og fréttamannsstörf við ríkisútvarpið, en útvarp hefur líklega talsverð mótandi áhrif á framburð manna. Norðlendingar eru sannfærðir um ágæti norðlenska framburðarins. Lágmarkskrafa vest- firðinga ætti að vera að útvarpið réði a.m.k. einn þul eða fréttamann með ekta vestfirskan framburð, upprunalegan og sannan. Við skorum á vestfirðinga að halda máli sínu og efla það til nýrrar reisnar. Lífs um angurs víðan vang víst ég ganginn herði, eikin spanga, í þitt fang oft mig langa gerði. (Steinn Steinarr) Hamingjan og ég Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað, og eflaust má kenna það vestfirskum framburði mínum, og hún var svo dramblát og menntuð og sunnlensk í sínum, og sveitadreng vestan af landi var hús hennar bannað. Það hæfir ei neinum að tala um töp sín og hnekki, og til hvaða gagns mgndi verða svo heimskuleg iðja? Samt þurfti ég rétt eins og hinir mér hjálpar að biðja, og hamingjan snéri sér frá mér og gegndi mér ekki. Og loksins varð sunnlenskan eiginleg munni mínum, og málhreimur bernskunnar týndist í rökkur hins liðna. Ég hélt, að við slíkt myndi þel hennar glúpna og þiðna, en þá var hún orðin vestfirsk í framburði sínum. (Steinn Steinarr) HLJÓÐABUNGA 17

x

Hljóðabunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.