Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 21
Einnr Eyþórsson:
Vormenn
íslnnds
Að hugsa hátt, og djarft vera ofar
dægurþrasi samtímans og horfa fram á við.
Þetta er hlutverk hugsjónamanna.
Á öllum tímum hafa hugsjónamenn flutt
hoðskap sinn en haft misjafnan árangur.
Stundum hafa orð þeirra fallið dauð niður,
en á öðrum tímum valdið byltingum eða
stórfelldum andlegum vakningum.
Ein slík vakning varð á Islandi uj)p úr
siðustu aldamótum. Þá voru mikil umbrot
í þjóðlífinu. Andi sjálfstæðisbaráttunnar
mcð glæsileg fyrirhcit um frelsi og bjarta
framtlð eftir langt og erfitt niðurlægingar-
tímabil kom eins og gróðrarskúr á hálf-
skrælnaðan mannlifsgróður.
fs^and var þá enn bændaþjóðfélag, yfir
80% þjóðarinnar búsett í sveitum og því
voru það bændurnir með sína samvinnu-
hugsjón, og bændasynirnir með sína ung-
mennafélagshugsjón sem bundust hvorir
sínum samtökum í því skyni að hjálpa
sjálfum sér, - skapa nvtt og hetra ])jóð-
félag.
Samvinnuhreyfingin sem byrjaði göngu
sína meðal framfarasinnaðra bænda í
Þingeyj arsýslu átti stóran hlut í að gera
fslendinga sjálfum sér ráðandi - með því
að tryggja bændum sannvirði fyrir vöru
sína.
Hreyfing bændasonanna, ungmennafél-
agshreyfingin, var þó engu ómerkari. Um
hana mun grein þessi fjalla.
ANDI AÐ AUSTAN
Norska ungmennahreyfingin, Norges
Ungdomslag, óx upp á síðasta áratug nítj-
ándu aldar, um sama leyti og Norðmenn
voru að endurheimta sjálfstæði sitt.
f norsku lýðháskólunum sveif andi hreyf-
ingarinnar yfir vötnunum og snart þá ís-
lendingana sem þar stunduðu nám. — Einn
þeirra var Guðmundur Hjaftason. I Skin-
faxa 1909 lýsir hann svo upphafi þessa
félagsskapar:
„Þá (um 1890) var svo mikið trúleysi,
deyfð og kæruleysi í andlegum efnum i
Noregi að fjöri og framsóknarhug unga
fólksins var hætta búin. — Fófkinu var
kennt að vita mikið en vilja lítið”.—
„En æskulýðsfélögin vöktu von og
viljaþrek hjá þeim ungu. -- Það var
eins og þau mynduðust af sjálfu sér:
Fleiri eða færri af efnilegustu og mennt-
uðustu unglingum sveitarinnar, einkum
þeir sem gengið höfðu í lýðháskóta, fóru
að safna saman ungu fólki á sunnudags-
kvöhiin. Stundum var kennari fenginn
til að lesa eitthvað upphátt. —Síðan var
talað um eitt eða annað málefni sem
fólkið hefði lesið um. Svo var skemmt
sér með leik og dansi.---
Samkomur þessar urðu smátt og smátt
að reglulegu félagi, - lög voru samin og
fétagsstjórn sett. Vanalega var tesið um
hið besta og göfugasta í hókmenntum
þjóðarinnar.
Og svo var ráðgast um hvað best væri
að gera til að vekia og bæta ])jóðMfið.
Og meira og minna hafa þessi félög
gert ti' þess”.
— Á fslandi voru engir lýðháskólar, að-
HLJÓÐABUNGA
21