Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 22
eins fáeinir gagfræðaskólar og Menntaskól-
inn sem var forpokaður embættismanna-
skóli. En eins og í Noregi eru það skólarnir
sem fyrstir gróðursetja hér hugsjónina, en
frá þeim breiðist hún síðan út um sveit-
irnar. Ungmennafélög voru stofnuð í Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri, Kennaraskól-
anum og Flensborg í Hafnarfirði. — Mennt-
skælingar komu hvergi nærri — þeir voru
fínir menn og litu niður á þetta brölt í
sveitalýðnum.
UPPHAF UNGMENNAFÉLAGA
Fyrsta ungmennafélagið, UMF Akureyrar
var formlega stofnað á fundi hinn 7. janúar
1906. Stofnendur voru tólf og höfðu tveir
þeirra dvalist í Noregi og kynnst þar norsk-
um æskuK'ðssamtökum. Yfirlýstur tilgangur
félagsins var í fyrsta lagi:
„Að reyna að safna æskulj'ð landsins
undir eitt merki þar sem þeir geti barist
sem einn maður með einkunnarorðunum:
„1 sameiningu getum vér aflað oss líkam-
legs og andlegs þroska. — Vér viljum
reyna að vekja æskulýðinn af hinum
þunga svefni hugsunarleysis og sljóleika
fyrir sjálfum sér til einingar og fram-
sóknar,vekja lifandi ættjarðarást í brjóst-
um íslenskra ungmenna, en eyða flokka-
batri og pólitískum flokkadrætti.
1 öðru lagi:
1. Að reyna af alefli að vekja löngun hjá
æskulýðnum á aldrinum 15 til 30 ára til
starfa fyrir sjálfa sig land sitt og þjóð.
2. Að temja sér að beita starfskröftum
sínum í félagi og utan félags.
3. Að reyna af fremsta megni að styðja,
viðhalda og efla allt sem er þjóðlegt og
rammíslenskt og horfir til gagns og sóma
fyrir hina íslensku þjóð. Sérstaklega skal
leggja stund á að fegra og hreinsa móður-
málið”.
— Auk þess voru í inntökuskilyrðum
ákvæði um vínbindindi og „að þeir einir
gætu orðið félagar sem treystu á hand-
leiðslu og almætti guðlegs afls”.
Hér standa arftakar Gunnars og Njáls í trjálundi úti í Lundúnaborg, þar staddir til að auka hróður
íslands á hinum ólympsku leikum 1908. — Lengst til vinstri er Jóhannes Jósepsson frá Akureyri
(í litklæðum) þá Hallgrímur Benediktsson Reykjavík (faðir Geirs Hallgrímssonar) þá Guðmundur
Sigurjónsson Rvk., Sigurjón (á Álafossi) Pétursson, Páll Guttormsson Seyðisfirði, Jón Pálsson
Akureyri og Pétur Sigfússon þingeyingur.
22
HLJÓÐABUNGA