Hljóðabunga - 01.03.1975, Page 23

Hljóðabunga - 01.03.1975, Page 23
Félag þetta efldist ótrúlega fljótt. Áður en ár var liðið voru félagar orðnir 60 að tölu og störfuðu af miklu fjöri. Þeir héldu vikulega fundi með fyrirlestrum, umræðum og líkamsrækt. Glínm stunduðu þeir af kappi, enda voru í félaginu glímukappar miklir, og nægir þar að nefna Jóhannes Jósepsson, fyrsta formann UMFA. Ungmennafélagarnir urðu strax áberandi í bæjarlífinu á Akureyri. Á ársafmæli fél- agsins 1907 var mikil veisla i „Gúttó” með heitstrengingum sem frægar urðu. Athyglisverðust þeirra er heitstrenging Þórhalls Bjarnasonar, sem hét því „að koma því til leiðar að vér Islendingar stæðum ekki verr að vígi til sæmdarvæn- legrar þátttöku í hinum ólympsku leikum innan fimm ára, en aðrar þjóðir að tiltölu”. — Þetta er talsverð kokhreysti með tilliti til þess að íþróttaiðkun í landinu var nánast engin um þessar mundir. (— En Þórhallur stóð við heit sitt, engu að síður). Ekki má heldur gleyma heiðursfélaga UMFA, Matthíasi Jochumssyni sem strengdi þess heit „að verða hundrað ára eða liggja dauður ella”. STOFNUN U.M.F.I. Strax á fyrsta ári hófu félagar UMFA útbreiðslustarfsemi í næstu sveitum. Næstu árin spruttu félögin svo upp um allt land, og 1907 er ráðist í að stofna lands- samband ungmennafélaga, Ungmennafélag Islands. Stofnfundurinn, fyrsta sambands- þing UMFÍ, var haldið á þingvöllum, 2-3 ágúst það ár. En þessa sömu daga áði konungur Is- lands og Danmerkur, Friðrik áttundi, á Þingvöllum með föruneyti sínu. Sambandsþingmenn voru sjö talsins, frá fjórum félögum. (UMFA, UMF Reykja- víkur, UMF Skriðuhrepps og UMF Bolvík- inga og Isfirðinga). Þeir báru allir dýrindis litklæði að hætti fornra kappa, skrautsaum- aðar skikkjur úr útlendu klæði. Við sjáum þennan fríða flokk fyrir olckur, nokkra stráka sem eru sannfærðir um að þeir séu arftakar Gunnars á Hlíðarenda, og að þeirra sé framtíðin. — Á þessum árum var fánamálið mikið hitamál hér á landi, en ungmennafélögin börðust frá upphafi fyrir „Hvítbláinum” og nefndu hann fána Islands, þótt sam- kvæmt lögum bæri Islendingum enginn fáni nema sá danski. Þingið var háð undir berum himni skammt frá tjaldbúðum konungs, en á þing- stað blakti bláhviti fáninn. Þetta fór ákaf- lega í taugarnar á tjaldbúum, einkum þing- mönnum Heimastjórnarmanna, sem töldu fánamálið ekki tímabært. Sendimaður úr þeirra hópi, Hannes Þorsteinsson ritstjóri Þjóðólfs kom með þau tilmæli að fáninn yrði dreginn niður, en því var harðlega neitað. Þá var þess farið á leit að ung- mennafélagar létu sér nægja „lítinn skraut- fána” en hetjurnar sinntu því í engu og varð sendimaður frá að hverfa. Ungmennafélag Islands var stofnað sem samband sjö félaga, fimm að norðan, eins að austan og eins að sunnan. (Vestfirðing- urinn á þinginu hikaði vegna bindindis- heitsins í sambandslögunum). —- Fyrsti sambandsformaðurinn var Jóhannes Jósepsson. Fundurinn á Þingvöllum lagði grundvöll að framtíðarstarfinu, þar voru samþykkt lög fyrir sambandið og AT^isar ályktanir gerðar. Meðal annars var ákveðið að koma út „ungmennablaði”, félagsskapnum til styrktar. Þetta blað leit fyrst dagsins Ijós 1909 og hlaut nafnið Skinfaxi. MERKASTA BLAÐ LANDSINS „Skinfaxi heitir hann, og sól og sumar vill hann breiða yfir land allt. Bera kveðju milli ungmennafélaga. Og færa þeim fréttir af starfi voru víðs vegar um land. Hann vill flytja þeim hvatningarorð og leiðheiningar um starf þeirra. Auðfúsugestur vill hann vera hverju ung- mennafélagi, og hverju heimili þar sem efnileg æska er fyrir. Merki ungmenna- félaga vill hann bera hátt. Svo þau gleymi ekki takmarki sínu: Að vekja og göfga IILJÓÐABUNGA 23

x

Hljóðabunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.