Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 24

Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 24
íslenskan æskulýð, styrkja liann og stæla”. Þetta er úr ávarpi Skinfaxa til ung- menningarfélag Islands 1909. Sá sem þetta skrifar er Helgi Valtýsson, fyrsti ritstjóri blaðsins. Hann ásamt Guðmundi Hjaltasyni á stærstan heiður af fyrstu árgöngunum. Þeir höfðu báðir verið á lýðskóla í Noregi og skrifa þróttmiklar vakningargreinar til íslenskrar æsku: „Matthías Jochumsson sagði eitt sinn að norsk alþýða væri þroskaðri að hjarta en heila. — Gagnstætt held ég að megi segja um þjóð vora. Og það er hennar ólán og minnkun, þroskaleysi hjartans elur t.d. af sér hugleysi og dugleysi í öllu, elur efa og örvænting, leti og lydduskap, ótryggð og óreiðu. — Og við erum sálar- lega sjúkir af þessu”. (G.H. í Skinfaxa 1911) Eldhugarnir Jóhannes Valtýsson. „Ungmennafélagsstarfið er ekki í fyrstu röð skynsemisstarf, það er hjartans og æskunnar eldmóðshrifni, framkvæmd með áhuga og æskufjöri, af fórnfúsum vilja undir liandleiðslu viðkvæmrar skynsemi, er stjórnar í fullu samræmi við dýpstu og helgustu tilfinningar vorar”. (H.V. í Skinfaxa 1911) Seinni hluta árs 1911 tók ritnefnd, kosin af sambandsþingi, við útgáfu Skinfaxa, þá varð ritstjóri hans maður sem átti eftir að koma mikið við sögu íslenskrar stjórn- málabaráttu: Jónas Jónsson frá Hriflu. Næstu sex árin beitir hann penna sínum vægðarlaust í blaðinu og kemur víða við. Magnaðar greinar hans um æskulýðsmál, samvinnumál, skólamál, listir, þjóðernis- mál, auðvald og verkal>rð o.fl. gerðu Skin- faxa að merkasta og best ritaða blaði lands- ins á þessum tíma. „Ungmennafélögin eru neyðaróp hrjáðr- ar alþýðu, hróp um að nú hafi verið beðið nógu lengi, nógu margar aldir, vonandi eftir hjálp frá öðrum, yfirlýsing um að nú vilji hún hjálpa sér sjálf, og skeyti engu um bölbænir þeirra sem hyggja upphefð sína á niðurlægingu hennar”. „Ef hin unga kynslóð vill ekki láta sér það nægja að flétta sandreipi pappírs- frelsisins þá verður að skipta um stefnu. Glamrið dugar ekki, heimskan og sundur- lyndið heldur ekki. Þjóðin verður að snúa sér að lífvænlegum viðfangsefnum. — Þeim sem úrslitavon er af. En þau eru einkum tvö: Ræktun landsins og um- bætur á uppeldi þjóðarinnar. — En þessar umbætur eru svo nátengdar hvor annarri að önnur fæst ekki til fulls án hinnar”. (.T.J. i Skinfaxa 1913) Samvinnuhreyfingin var Jónasi hugleikin, ekki s’ður en ungmennafélögin. enda er hugsjónaskyldleiki þessara lireyfinga aug- Ijós: „Samvinna getur ekki orðið happasæl nema hún sé milli þroskaðra, vel upp- ahnna manna. — Þess vegna verður hver sú þjóð sem vill biarga sér með sam- vinnu að gera upneldið að aðalvooni sínu Án þess er samvinna andvana fædd lík- legri til að verða til iUs en góðs”. (J..T. í Skinfaxa 1912) Hugmynd Jónasar er að ungmennafélögin verði nokkurs konar „samvinnuskóli”, þeim er æÞað að skila þroskuðu og vel upp- öhlu fólki til að leiða þjóðina til bjartrar framtíðar. (Þetta hefur komið fram í reynd því Uestir af leiðandi mönnum samvinnu- hreyfingarinnar hafa áður verið starfandi ungmennafélagar, — ekki síst á þetta við um samtímamenn Jónasar). Jósepsson og Helgi 24 HLJOÐABUNGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.