Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 25
Eftir að Jónas hættir ritstjórn setur Skin-
faxa heldur ofan, enda fara í hönd erfið-
leikatimar í félögunum. Á síðari hluta
kreppuáranna fer hann þó að rétta við,
þótt útgáfan hafi raunar dregist saman frá
því að vera mánaðarrit, niður i tvö eintök
á ári. Þá tekur liann aftur á skeleggan hátt
þátt í þjóðmálaumræðunni, túlkar sjónar-
mið alþýðuæskunnar sem lifir við atvinnu-
leysi og erfið kjör. Hernáminu 1940 er
einarðlega mótmælt í Skinfaxa, og 1949,
þegar Keflavíkursamningurinn er gerður,
skrifar Eiríkur J. Eiriksson:
„Þjóðfrelsið er hjartans mál ungmenna-
félaganna. Þau munu marka stefnuna
skýrt sem fyrr og án þess að skoða hvað
ílokkum og einstaklingum kemur best.
Við ungmennafélagar viljum ekki selja
landið okkar, hvorki fyrir vinfengi né fé,
og ekki þótt stórveldi eigi i hlut og bjóði
slikt. Og við munum þora að standa við
þessa stefnu okkar, jafnvel þótt þjóðin
vilji fara varlega og kaupa sér sátt við
erlent ofríki”.
Skinfaxi er nú, á sínu sextugasta og sjötta
aldursári, hið vandaðasta rit og kemur út
6 sinnum á ári.Núverandi ritstjóri Skin-
faxa er Eysteinn Þorvaldsson.
HUGSJÓNIN OG FRAMKVÆMDIN
Grunntónn ungmennaf élagshugs j ónar-
innar er í rauninni draumurinn um að
endurvekja forna gullöld í sögu þjóðar-
innar; þjóðveldisöldina.
Hún var hugsjón þeirra sem vildu ganga
lengst í sjálfstæðisbaráttunni. Rétt er að
hafa í huga að á árunum upp úr aldamótum
er langt frá því að allir Islendingar séu
tilbúnir að kveða upp úr um það að tsland
geti staðið ú eigin fótum sem sjálfstætt ríki.
Jafnvel trúmaðurinn Guðmundur Hjaltason
er i vafa:
„Enginn veit hvað fyrir þjóð vorri liggur.
Getum við orðið og staðist sem einstætt,
sjálfstætt ríki. Ekki er það ómögulegt,
ef vér tökum oss duglega fram”.
„Undir ykkur er það að miklu leyti komið
hvort þjóðin lifir skammt eða lengi.
Ekki má mikið út af bera til þess hún
deyi út. — Bara að hún deyi þá með
sóma. Ilún er svo fámenn. Verður því að
nota þá fáu krafta sem til eru. Sameina
þá vel”.
(Skinfaxi, 1. árg.)
Þessi orð Guðmundar skýra að nokkru
hvaða afl það var sem þjappaði æsku
íslands saman í ungmennafélög. Baráttan
snerist í rauninni um líf eða dauða þjóðar.
Unga kynslóðin vildi ala sjálfa sig upp,
þannig að hún yrði fær um að taka við
frjálsu Islandi þegar þar að kæmi.
Hugsjónin var að ala upp hjartahreina
íslendinga, vel menntaða, þrótttmikla og
þjóðholla. Þetta kemur vel fram í skuld-
bindingaskrá UMFl sem allir félagar urðu
að skrifa undir. Skuldbindingin er á þá leið
að sá sem skrifar undir lofar að drekka enga
áfenga drykki, vinna af alhug að heill
félagsins, framförum sjálfs sín, andlegum
og líkamlegum, og velferð og sóma þjóðar-
innar. Loks lofar hann að hlíta í öllu
lögum og fyrirskipunum og leggja sér-
plægnislaust fram krafta sína í þágu félags-
ins.
Þetta stóra loforð kann að hafa fælt
suma frá því að ganga í félögin, en varð
aftur til þess að þau áttu traustu og reglu-
sömu úrvalsliði á að skipa.
Ungmennafélagar störfuðu fyrst og
fremst að því að þroska sjálfa sig til þess
að verða færari um að vinna þjóðinni gagn.
Tilgangi sínum reyndu þeir að ná með
hvers konar andlegum og líkamlegum
iþróttum, alhliða félagslífi, menningar- og
fræðslustarfi. Auk þess hefur skógrækt og
seinna landgræðsla, verið meðal þeirra
stærstu áhugamála. Þetta starf umf. hefur
verið áhrifameira en margan grunar, áhrif-
in eru þó mest á þroska þeirra sem i þeim
hafa starfað.
Flest umf. áttu sín eigin málgögn, það
voru handskrifuð blöð sem allir lögðu eitt-
hvað af mörkum til og voru lesin upp á
fundum.
HLJÓÐABUNGA
25