Hljóðabunga

Ukioqatigiit

Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 27

Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 27
peningahyggju og vantrú á manngöfgi”. Flóttinn úr sveitunum var hafinn og sam- heldninni hrakaði, enda voru flestir af atkvæðamestu foringjum fyrirstriðsáranna vaxnir upp úr félagsskapnum, margir farnir út í stjórnmálabaráttuna, einkum til liðs við Framsóknarflokkinn sem þá var að stiga sin fyrstu skref. Þetta deyfðartímabil stóð fram á síðari hluta fjórða áratugsins. Starfið hélt áfram, nokkurn veginn óslitið, en þrótturinn var minni. Félögin höfðu að nokkru staðnað og ekki fylgst með þjóðfélagsþróuninni. Sjálfstæðis- málið var ekki lengur efst á baugi, kreppan kom með nýja erfiðleika og snéri hugum fólks að stéttabaráttu og atvinnuleysi. „VÖKUMENN” Á árunum 1935-38 gerðust atburðir sem ástæða er til að nefna, því þeir sýna á vissan hátt í hverju styrkur umf. liggur. Gamall ungmennafélagsfrömuður, Jónas frá Hriflu, hafði misst trúna á framtíð félagsskaparins, sérstaklega hafði hann orðið fyrir vonbrigðum með starf umf. í héraðsskólunum sem liann hafði hugsað sér að yrði svipað og starf N.U. í norskum lýðháskólum. Jónas tók því höndum saman við kennara og skólastjóra héraðsskólanna um að stofna til nýrrar æskulýðsvakningar. Nýrri hreyf- ingu var hleypt af stokkunum með fögrum fyrirheitum um nýtt tímbil í sögu íslensku þjóðarinnar. Hlaut lnin nafnið Vökumenn Islands. Skyldi hún hyggð upp af deildum áhugasamra og velvakandi nemenda í hér- aðskólum, drengilega studdum af kenn- urum. Vorið ”37 var úrvali vökumanna stefnt til Þingvalla til stofnunar landssambands. Nokkuð gekk erfiðlega að ná hópnum saman þvi þetta var snemma vors og bif- reiðar festust í aurbleytu á Þingvallavegin- um. Jónas tók á móti þeim i Valhöll og flutti hvatningarræðu. Stefnuskrá var sam- þykkt og drög lögð að fjölþættn starfsemi. 1 stefnuskrá V. 1. kenndi margra fallegra íslenskir þjóðveglr eru oft viðsjárverðir á vorin IVIyndin er frá velmektardögum Jónasar frá Hriflu. Fremst standa þeir Jónas og Jörundur Brynjólfsson alþm. Hæstráðandi íslands sestur flötum beinum á bílpallinn. grasa, menning, samstarfskennd, hófsemi, þjóðrækni og lýðræði eru þar rikjandi orð. Þó er eins og á stöku stað hafi verið sleginn falskur tónn; unglingarnir virðast óvenju bráðþroska í pólitík: „Vökumenn vinna á móti þjóðfélags- legum byltingum og ofbeldi. .. .beita sér fyrir því að sett séu takmörk fyrir launa- greiðslum í samræmi við þjóðarhag . .vinna á móti því að gerðar séu kröfur um styrk til hins opinbera án þess að hlutaðeigendur sjálfir sýni fyllstu við- leitni til sjálfsbjargar”. Og hlj'ðni þeirra er aðdáanleg: „Vökumenn skuldbinda sig til að hlýða öllum reglum sem þeim eru settar í skóla þeirra”. HLJÓÐABUNGA 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hljóðabunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.