Hljóðabunga

Ukioqatigiit

Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 28

Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 28
Það má ljóst vera að hreyfing þessi var ekki sprottin af félagsþörf æskunnar, heldur voru það fulltrúar kerfisins sem voru að reyna að fá unga fólkið til að styðja við bakið á sér. Jónas var ekki ungur lengur. 1937 skrif- aði Arnór Sigurjónsson í Skinfaxa og hvatti ungmennafélaga til að standa gegn þessari nýju hreyfingu. EYJÓLFUR HRESSIST Vökumannahreyfingin dagaði fljótlega uppi, en á sama tíma fór smám saman að færast nýtt líf í ungmennafélögin. Ný áhugaalda vaknaði og félögin snéru sér meira að vandamálum samtimans. I stefnu- skrá UMFl var bætt við ákvæði um að félögin skuli „vinna að þvi að næg atvinna bíði allra unglinga er vaxa upp i landinu þegar þeir hafa náð starfsaldri eða lokið námi”. Aðalsteinn Sigmundsson: — Til atlögu við kreppuna. — Skinfaxi flutti hverja greinina af annarri um atvinnumál til sjávar og sveita, og sam- bandsstjóri, Aðalsteinn Sigmundsson, stóð að samningu frumvarps um ráðstafanir vegna atvinnulausra unglinga. Frumvarp þetta var flutt á alþingi 1937. I því voru m.a. hugmyndir um skólaverstöðvar í öll- um landshlutum, svo og kennslubú, þar sem unglingum gæfist kostur á verklegu námi i undirstöðuatvinnugreinum þjóðar- innar. Atvinnubótanefnd unglinga skyldi sett á stofn, skipuð fulltrúum frá UMFl og ASÍ. Einnig byrjaði UMFl þátttöku í alþjóða- samstarfi æsklýðsfélaga um að koma á friði i heiminum, 1937 sat Eiríkur J. Eiriksson alþjóðafriðarfund í Genf. Ymsar pólitískar hræringar komu fram á árunum fyrir strið þ.á.m. flokkur þjóð- ernissinna (öðru nafni nasistar) sem viidu eigna sér ýmislegt af upphaflegum stefnu- málum umf. Tók sá ílokkur meðal annars upp kjörorðið „Island allt”. UMFl for- dæmdi þetta harðlega, og lýsti sambands- þing 1937 því skilmerkilega yfir að ung- mennafélögin ættu ekkert skylt við nefndan stj órmálaflokk. Crbótatillögur UMFl í atvinnumálum fengu ekki fylgi á alþingi og urðu því ekki að veruleika, enda var nú skammt í að hernám og stríðsgróði létti atvinnuleysis- áhyggjunum af Islendingum — og færði þeim aðrar áhyggjur. Meðan herseta Breta hér á landi stóð yfir beittu umf. sér fyrir því að Islendingar, og þá einkum unga kynslóðin hefði sem minnst samskipti við hernámsliðið, og hef- ur það sama gilt um bandaríska herliðið síðan það tók sér hólfestu á Miðnesheiðinni. Stefna UMFl hefur verið að allur erlendur her fari úr landinu. „ÞAÐ ÞARF STERK BEIN TIL AÐ ÞOLA GÓÐA DAGA” Eftir seinna strið fóru nýir tímar í hönd. Islendingar fengu peninga milli handanna og urðu uppteknir af þessu nýstárlega fyrir- bæri. öll framfarabarátta tók að beinast að aukinni gj aldeyrisöflun og „velmegun”. Á slíkum tímum er erfitt að byggja fjölda- samtök á óeigingjörnum hugsjónamálum, allir sem starfað hafa að félagsmálum upp á síðkastið þekkja þá félagslegu deyfð sem þjakar þjóðarsálina. Starfsemi ungmennafélaganna hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Langt 28 HLJÓÐABUNGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hljóðabunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.