Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 32

Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 32
því 'þegar ég var drengur. Ekki hefur komið til blóðugrar byltingar til að koma þessu í gegn. Það var aðeins að minnihlutinn í landinu vildi koma þessu fram og hann kom þvi fram með frjálsum blöðum, frjálsu tali og frjálsum sam- komum. Ert þú fylgjandi velferðarþjóðfélagi? — Einu sinni var ég ákaflega jafnaðarmanna- sinnaður. Ég er lærisveinn Benedikts frá Auðn- um, þess merka og ágæta manns. Hann lánaði mér „Gagnkvæm hjálp” og „Endurminningar anarkista” eftir Krapotkin og margar fleiri bækur á dönsku. Ég trúði þessu eins og nýju neti. En þegar ég sá þetta koma í framkvæmd hjá Hitler og Sttlín og fleiri mönnum sá ég hvaða reginvitleysa þetta var. Þegar þjóðfélagið er sett í kerfi þá er það sett í fjötra. Við höfum ekki hugsað út í það hvað við erum búin að tapa miklu af frelsinu vegna þess að við höfum t.d. velferðarþjóðfélag. Hvert skipti sem við fáum eitthvað frá þjóðfélaginu, svo sem peninga, þá töpum við einhverju af frelsi okkar. Allt sem við gerum í lífinu kaupum við einhverju verði og við höfum keypt velferðarþjóðfélagið ákaf- lega dýru verði. En er þetta ekki í raun oq veru það sama og þu varst að tala um áðan að frelsið takmarkast af því að maður má ékki ganqa á rétt annarra. Er það ekki einmitt það sem velferðarþjóðfélagið gerir? — Það hefur það einmitt gert. Það hefur gengið á rétt annarra en líka veitt ýmsum réttindi. Er þá ekki verið að jafna réttindin? — Jú og margt í velferðarbjóðfélaginu er ákaflega æskilegt. Hitt er annað mái hvort við höfum til ienedar nokkurt efni á að hafa bæði velferðarþjóðfélag og ótakmarkaða eyðslu. Það er varla hugsanlegt. Hvað finnst þér um frelsi auðmagnsins? — Það verður að takmarkast algiörlega með réttlátri og góðri löggiöf. Hlutverk stiórnar- valda er að vera eins og góður dómari í knatt- spyrnuleik, að isjá um að aldrei ’sé rangindum beitt. Þegar mikill auður safnast saman á að skatta hann. Skattur er 'langauðveldasta og sanngjamasta meðalið til að jafna efnahag þjóðfélagsþegnanna. Er ekki talsvert stór galli t.d. á bandarísku þjóðfélagi hve mikill auður hefur safnast þar á fárra hendur? ■— Það er mjög hættulegt. En það er ekki beiniínis innifalið í stjórnarskrá Bandaríkjanna því að þar eru isvo margir varnaglar slegnir, kannski fleiri en hjá okkur. Þetta liggur í nútímauppfyndingu, nútímasamgöngukerfi. Ekki virðist vera hægt að halda uppi þessari fram- leiðslu með öðru móti. Og þá er spurningin hvort við eigum að leggja niður þessa eyðslu? Hvað álítur þú um frelsi manna hér á ísafirði? —Mér finnst það nú býsna gott. Ég hef ekki orðið var við annað en að menn fengju að nota öll þau meðöl sem tiltæk eru til að koma skoð- unum sínum á framfæri. En álítur þú að ísfirðingar kunni að notfæra sér þetta frelsi? — Hvenær hefur mannkynið kunnað að not- færa sér góðar gáfur skaparans og náttúrunnar? Ég er viss um að við kunnum það eins vel og aðrir. FISKUR UIMDIR STEINI En hverniq fer saman mikil vinna oq andlegt frelsi sbr. umræður þær sem hafa orðið um kvik- myndina „Fiskur undir steini?” — Ég er ákaflega hræddur við of mikla vinnu. Ég vinn mikið sjálfur en ég vinn yfirleitt aldrei að öðru en því sem ég hef áhuga á. Og mér er vinnan Ijúf og létt. En að menn vinni langan vinnudag aðeins til að eignast fiármuni. er áreiðanlega af því vonda. — mjög slæmt fvrir manninn sjálfan 'og þióðfélagið. — Ég var á hliómleikum ágætra finna hér um daginn. Þá datt mér allt í einu í hug ofurlítil dæmisaga. Ef menn fara svo hratt í gegnum lífið að þeir hafa 32 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.