Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 33
ekki tíma til að athuga yndisleikann í kringum
sig þá getur svo farið að lífinu hafi verið lifað
til einskis. Kunningi minn hér fyrir vestan, sem
er ættaður norðan úr Þingeyjarsýslu, vildi
sjá Laxá og Laxárdal þegar Laxárdeilan stóð
sem hæst. Hann ók fram í dalinn á bíl og
út úr honum aftur og kom svo hingað og sagði
mér að hann hefði ekki séð neitt fallegt eða
merkilegt við Laxárdal og enga ástæðu til að
sökkva honum ekki. Ég sagði við hann: Þetta er
álíka skynsamlegt eins og ef þú færir að sjá
fegurðardísir á fegurðarsýningu kvenna og
stelpumar færu fram hjá þér á færibandi sem
gengi 75 km á klukkutímann. Hvað sæir þú?
Gætir þú þekkt eina stúlkuna frá annarri eða
séð nokkum yndisleika við nokkra þeirra. Þú
þarft að ganga í Laxárdal til að vita hvað hann
er yndislegur. Menn eru hættir að sjá blómin í
kringum sig og yndisleikann á jörðinni og yndis-
leikann á íslandi vegna þess að ýmist fljúga
þeir yfir eða fara svo hratt að þeir sjá ekki
neitt og það er einis með hljómleikana sem ég
minntist á áðan. Þeir em eins og blóm, eins og
yndisleiki sem er frjáls öllum til að koma og
hafa gagn og gott af. Það á ekki að tala um
menningarneyslu. Það er vitleysa. Það á að tala
um menninguna til að manna fólk, ekki til að
nota hana eða éta. Á seinni ámm emm við hér
á ísafirði farnir að vera í svo miklum önnum að
við höfum ekki tíma til að njóta þess sem býðst,
ekki heldur til að njóta félagsskapar hvors
annars. Áður var fullt hús á hverri merkilegri
samkomu, hvort sem hún var verkalýðssamkoma
hljómleikar eða fyrirlestur en nú eru engar
samkomur sóttar lengur á ísafirði. Þetta sagði
mér kona sem vinnur í aðgöngumiðasölu. Engar.
Það væri alveg búið að vera. — Og þá er það
þetta: Með þessum ofsahraða getur fólkið ekki
skoðað yndisleik lífsins. Hann fer fram hjá því
þó að það fari til Mallorka, Ástralíu, tunglsins
eða hvert sem er. Maður sem vinnur 10-15 tíma
á sólarhring, aðeins fyrir peningana, hann er
raunvemlega þræll. Menn geta verið þrælar
margs 'án þess að vera seldir í þrældóm. Menn
geta verið þrælar gimda sinna. Menn geta t.d.
girnst svo mikið peninga að þeir verða algjör-
lega ófrjálsir menn. Ég þekkti einu sinni vestur-
íslending. Hann var rómaður heima á íslandi
fyrir hvað hann var ríkur. Og ég var að hugsa:
Hvernig stendur á að þessi maður varð ríkur?
Ég sá hann einu sinni sem oftar fara höndum
um peninga. Þá sá ég hvernig á þessu stóð. Hann
elskaði peningana. Hann elskaði þá eins og ég
elska konuna mína eða bömin mín og kannski
meir en það. Og undantekningarlítið fá menn-
irnir það sem þeir elska. Þeir geta gert alveg
ótrúlega hluti fyrir það sem þeir fá ást á. Það
er bara miklu betra að fá ást á einhverju fögru
og góðu heldur en því sem ég tel að vissu leyti
að sé frá djöflinum.
Þú telur þá að Mammon tröllríði þjóðfélaginu
um of?
— Jú, það er hann sem ég á við. Maðurinn er
fæddur eigingjarn og hann er fæddur með erfða-
syndina. Margir gera grín að erfðasyndinni en
ég er búinn að kenna börnum í 50 ár og hef
mikið yndi af þeim og þykir þau elskuleg. En
þau em góð eingöngu vegna þess að þau vita
ekki betur. Þau hugsa um ekkert nema sjálf
sig. Þau eru eigingirnin uppmáluð á alla kanta,
þessi yndislegu böm mín og annarra. Þau eru
það. Að losna við þessa erfðasynd verður maður
að berjast við alla ævi, þessa eigingimi sem er
hjá öllum. Og Mammon er þar tilbeðinn íramar
Guði almáttugum og öllu sem við þekkjum. Menn
eru frjálsir þegar þeir losna úr þeim fjötrum. í
Biblíunni er dæmisaga um ungan mann sem
kom til Krists og vildi gerast lærisveinn hans
en Kristur sagði við hann að hann yrði að
afsala sér eignum sínum. Hvers vegna sagði
Kristur það við hann en ekki við Nikodemus.
Það var bara fyrir fáum árum að ég uppgötvaði
í hverju þetta lá. Nikodemus var ekki þræll
auðæfanna en ungi maðurinn var það. Nikodem-
us ’hefði sennilega getað hugsað sér að afsala
sér auðæfum sínum en ungi maðurinn gat það
ekki. Þegar þið getið ekki afsalað ykkur pening-
um ykkar og auðæfum þá eruð þið þrælar.
HLJÓÐABUNGA
33