Hljóðabunga

Ukioqatigiit

Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 34

Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 34
ÁRÓÐUR OG AUGLÝSINGAR Hver er skoðun þín á auglýsingum? — Stundum geta auglýsingar þjónað góðum tilgangi eins og að koma góðum hlutum á fram- færi .En auglýsingar, eins og þær eru t.d. hérna hjá okkur og sérstaMega í mínu heittelskaða landi Bandarikjunum, hafa gengið mjög út i öfgar. Líka vegna þess að það eru helst stórrík fyrirtæki sem geta auglýst. En nú er áróðurinn aiveg nauðsymlegur. Ég vil ekki láta taka hann af fólki. Við verðum að ætlast til þess að það noti einhverja skynsemi. Þó að almenningur láti oft teyma sig á asnaeyrunum þá er það rétt sem Lincoln sagði: „You can fool some of the people all the time. You can fool some of the people some of the time. But you can not fool all the people all the time”. Það getur enginn. Við verðum að treysta almenningi að einhverju leyti. Og það er það sem ég á við með frelsinu. En aftur er ekki rétt að bjóða honum eiturlyf. Við verðum að vita hvað er glæpsamlegt. Finnst þér ekki auglýsingar ganga á rétt manna? — Nei, ég vil nú ekki segja það. Þær notfæra sér heimsku manna og það kemur þeim í koll. Ég er ekki einn af þeim sem vilja hafa vit fyrir fólki. Ég er á móti því að hafa vit fyrir fólki. Nú vilt þú að ríkið setji takmörk á bílainn- flutning. Er þá ekki verið að hafa vit fyrir fólkinu? — Jú, að vissu leyti er hægt að segja það og eins með því að banna eiturlyf. Þetta er soddan ógnarvandi í þjóðfélögunum. Hvar á að setja takmörkin? Þess vegna eru einræðisherrarnir svo hættulegir. Margir komast til valda af því að þeir ætla að gera gott. En þú getur ekki hugsað fyrir aðra. Þó höfum við t.d. hemil á sjúkdómum og glæpum og sum auglýsingastarf- semi heyrir undir glæpastarfsemi. Ekki er hægt að kalla það annað. Og viss útgáfustarf- semi er þjóðfélaginu stórhættuleg. Ef við værum nógu vitur gerði hún ekki til en fólkið er oft svo hugsunarlaust og trúgjarnt. Nú er stundum rætt um múgmennskuþjóð- félag. — Múgmennskan er ekki bara vegna fjöl- miðlanna heldur vegna þéttbýlisins og samgangn- anna og svo vegna þess að fólk er hætt að hugsa sjálfstætt með þessari velmegun sem það hefur núna. Það er hætt að sækja samkomur cg vill láta aðra hugsa fyrir sig. Menn fara ekki lengur á verkalýðssamkomu til að greiða atkvæði. Þeir kjósa einhverja nefnd og setja upp skrifstofu og láta hana ráða öllu saman. HERINN OG FULLVELDIÐ Hvað átt þú við með því að þjóð sé frjáls? — Fyrst og fremst að hún ráði ráðum sínum, geti kosið sér fulltrúa eða komið saman sjálf og meiri hluti atkvæða ráði. En hvað um erlendan her í landinu? — Hann á að fara burtu úr landinu þegar við stofnum ofckar eigin her. Og ég ætla að benda þar á góð fordæmi. Það er grein um þetta í Nýjum félagsritum eftir Jón Sigurðsson forseta og önnur í Andvara skömmu eftir 1950 eftir Björn Þórðarson ráðherra. Þar er sýnt með rökum, sem ég tek alveg gild, að þjóð sem ekki getur haft her, hún á ekki heldur skilið frelsi og getur ekki átt það. Menn eru þannig sinnaðir í heiminum. Það þýðir ekki að treysta á aðra, en ef við höfum her, hvað litill sem hann er, getum við valið obkur bandamenn og stjórnað hernaðarframkvæmdum í þessu landi sjálfir eins og Norðmenn gerðu á stríðsárunum þó að þeir væru fáir. Íslendingar hafa ekki haft neinn her, og við töpuðum frelsi okkar á Sturlungaöld af því að við höfðum ekki her. Við vorum með stjórnleysingjafyrirkomulag, sem var að mörgu leyti mjög gott eg eina stjórnleysingiaskipulagið sem ég veit að hafi haldist í ríki í mörg hundruð ár. En á endanum misstum við frelsið. Ég held að þið skiljið ekki hugtakið her og þið skiljið ekki hvað heimurinn er vondur. 34 HLJÓÐABUNGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hljóðabunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.