Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 35

Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 35
En telur þú þá skerðingu á fullveldi okkar að hafa erlendan her? — Ég tel það í alla staði ákaflega óæskilegt, jafnvel þótt þeir séu eins ágætir menn og banda- ríkjamenn. En það er okkur sjálfum að kenna. Við tímum ekki að hafa her. Ástæðan er sú. Bandaríkjamenn væru fegnir að fara héðan burt og hafa hér vinveittan her sem væri frjáls af sínum gerðum og gæti kosið sér bandamenn. Björn Þórðarson áleit að 2400 manns væri nóg þá. Nú hefur okkur fjölgað dálítið síðan en þetta er sennilega alveg rétt hjá honum. Jón Sigurðsson vildi að hver maður ætti vopn heima hjá sér og æfði hermennsku eins og svisslend- ingar. Jón Sigurðsson var vitur maður og það var Björn Þórðarson líka. Þið megið ekki halda að ég hafi fundið þetta upp. Það hefur bara aldrei verið nein frjáls þjóð til sem ekki hefur haft her og verður aldrei. Nú er herinn víða notaður til að kúga fólkið? — Það er hjá þessum elskulegu vanþróuðu þjóðum sem allir bera svo mikið fyrir brjóstinu. Það er í S-Ameríku og negraríkjunum í Afríku og Kína, þar sem herinn hefur öll völdin, en hann hefur ekki völdin hjá frændum okkar nein- um, hjá siðuðum mönnum í Evrópu, hann hefur það ekki heldur ennþá í N-Ameríku. En ég vil nefna það að vinir mínir bandaríkjamenn, eins og Eisenhower sagði í einni sinni seinustu ræðu, mega vara sig á því að svona stór her geti ekki orðið hættulegur, að hann fái ekki völdin. Ég varð aldrei var við herinn í Kanada og aldrei heldur 1 Bandaríkjunum, síðan var ég í her- þjónustu þar í 3 ár og tel að það hafi verið mesta sómastrik, sem ég hef gert, og ekkert gert á ævinni sem ég er eins stoltur af. Heyrir ekki hernaður fortíðinni til? — Sýnist þér það? Líttu í kringum þig. Hver einasta afríkuþjóð, sem fengið hefur frelsi, hugsar ekkert um að bæta hag þegna sinna heldur að kaupa morðvopn. Og hvað hafa ekki indverjar gert? Þeir gengu með þá mestu helvít- is hræsni, sem ég hef heyrt getið um, með eilífan frið á vörunum og afvopnun. Og hvað gera þeir? Þeir standa fyrir borgarastyrjöld í Pakist- an til að liða sundur ríkið og svo búa þeir til atómvopn. Hvar eru þessar friðelskandi þjóðir? Ef þér fyndist það friðvænlegt í heiminum að menn þyrftu ekki að verja sig eða búast við árásum nokkurs staðar frá, þá væri kannski hægt að tala um að leggja niður herinn, en ég get ekki séð nokkur merki þess. Ég hef aldrei séð heiminn eins vígbúinn og núna. Hvaða skoðun hefur þú á félagsskap fyrir sunnan sem kennir sig við frjálsa menningu? — Það aninnir mig á það sem ágætur blaða- maður sagði: „Það eru engir eins herskáir og friðarsinnar”. Þar á meðal eru þessi félagssam- tök og Hitler besta dæmið. Enginn hefur verið meiri friðarsinni nú á tímum heldur en Hitler. Hann sagði við belga og hollendinga áður en hann réðist inn í land þeirra: „Ef það verða blóðsúthellingar, þegar ég kem inn í landið, þá er það allt ykkur að kenna því að þið veitið mér mótþróa”. HNIGNUN MENNINGARINNAR Telur þú vera upplausnarmerkí á Vesturlönd- um, menningin sé jafnvel að hrynja? — Mér finnst að ég geti haldið ofurlítinn fyrirlestur um það og bent á ótal merki hrörn- HLJÓÐAI3UNGA 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.