Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 36
unarinnar og hnignunarinnar í öllum hlutum.
Enskur heimspekingur á 18. öld sagði að algjört
lýðræði mundi leiða til algjörrar upplausnar.
Menn ættu auðvitað að vera einn fyrir alla og
allir fyrir einn, en algjört og eftirlitslaust
lýðræði mundi leiða til þess að allir yrðu á móti
einum og einn á móti öllum. Við skulum bara
líta í kringum okkur á íslandi. Þetta er að
verða svo. Menn eru hættir að hjálpa hvorir
öðrum. Vinnandi fólk á ekki lengur í neinni
baráttu við vinnuveitendur, hins vepar níðir
það skóinn hvert niður af öðru. Þar að auki
hefur trúarbrögðunum hnignað. Ef dæma á af
þeim menningarheildum sem verið hafa á jörð-
inni á undan okkur, kinverjum. indverjum,
babýloníumönnum, egyptum, grikkjum o.fl.,þá
hefur upplausn trúarbragðanna ævinlega verið
undanfari upplausnar menningarinnar. Listirnar
sýna ótvíræð hnignunarmerki, við grípum tii
alls konar örþrifaráða eins og á seinustu tímum
grikkja t.d. Hafið þið kynnt ykkur hvernig það
fór? Það er ósköp lík þróun og hjá okkur núna.
Þetta sem við köllum raunsæi kom í listirnar og
svo upplausn. Síðan dóu þær bara, alveg stein-
drápust. Núna er bæði upplausn í tónlist og
sinnuleysi um hana. Svo er það náttúrulega ekki
góð þróun að allt vald hjá vestrænum þjóðum
skuli færast á tvo staði, tvær höfuðborgir,
Moskvu og Washington. En verst af öllu og
sennilega langskuggalegust er sú þróun sem
við höfum svo greinilega sagnir um áður, fólks-
flutningana innan rómverska ríkisins. Sveitirnar
lögðust í eyði og borgirnar stækkuðu von
úr viti þangað til þú gast ferðast langa
vegi á ítalíu og þar var enginn maður þar
sem áður höfðu staðið blómlegir búgarðar.
Til hvers erum við að hafa þjóðfélag og
til hvers erum við að vinna fyrir
peningum? Erum við að hugsa um hvort betra
fólk búi í sveitum eða einni múgborg? Auðvitað á
að hafa þegna þjóðfélagsins sem allra best upp-
alda og heilbrigðasta og best hugsandi og færasta
Við ættum frekar að hugsa um að framleiða
gott mannfólk á íslandi heldur en orkuver og
skuttogara. Því að til hvers verða álverin, kar-
bítverin og togararnir þegar fólkið er orðið af-
mannað? Til hvers er það? Ég sé núna í blöðum
aftur og aftur, ég hef m.a. séð það í einu íslensku
blaði í vor sem leið, hvernig ætti að full-
nýta kvenfólk á íslandi. Ég vil ekki leggja neina
illa meiningu í þetta, en við eigum ekki að nýta
nokkurn mann þvi að maðurinn á að fá að lifa.
Ég held að við hugsum alltof lítið um þetta, að
það er miklu nauðsynlegra að hafa góða þegna
heldur en mikla velmegun. Yfirleitt hafa allar
stórborgir rotnað innan frá Rómaborg
núna er ekki sú Rómaborg sem rómverjar
byggðu upp. Á 6. og 7. öld voru ekki nema 30
þús. manns í Rómaborg. Það er eitthvað í stór-
borgunum sem verður til þess að fólkið deyr.
Það hættir að timgast, það deyr úr sóttum, það
drepur hvort annað og illindast þangað til
ekkert verður eftir. Ég sé ekki betur en að
Reykjavík hjá okkur sé að komast á þetta stig
af því að hún er svo alltof, alltof stór. Margir
hafa spáð þessu með upplausn menningarinnar.
Það er svo margt sem bendir á hana. Við látum
ekki lengur að stjórn. í Bandaríkjunum virðist
ekki lengur hægt að vera forseti og á íslandi
virðist ekki lengur hægt að vera forsætisráð-
herra. Enginn maður treystir öðrum. Það sem
er meinlegast af öllu og mér finnst sárast af
því að ég er kvenfrelsismaður, kvenfrelsið hefur
verið hnignunarmerki líka. Það er svo undarlegt
og það er ómótmælanlegt að kvenfólkið væri alls
ekki með kröfur ef það væri ánægt. Það er
óánægt, ekki út af því að það geti ekki att kappi
við okkur við fiskverk og því um líkt. Það er
bara óánægt, óhamingjusamt m.a. af því að það
getur ekki átt nóg börn.
Var kvenfrelsið eitthvað á döfinni t.d. á seinni
tímum Rómaveldis?
— Ég er nú hræddur um það. Þeir voru orðnir
miklir kvenfrelsismenn. Konurnar skildu við
mennina alveg eins og þær gera núna í Dan-
mörku eða Bandaríkjunum eða íslandi. Áhrif
kvenna jukust alltaf meira og meira.
Kvenfrelsið er sem sagt vottur um hnignun?
— Ég á við það. Nú er ég mikill aðdáandi
kvenna. Ekkert er eins yndislegt í heiminum og
yndislegur kvenmaður, það er ekkert til því
líkt. Ég veit í hverju þetta liggur. Þær hafa
miklu merkilegra hlutverki að gegna á jörðinni
en við án þess að vera að vasast í pólitík. Auðvit-
að á ekki að kúga þær. En ég spyr ykkur. Til
hvers er lífið? Svörin eru mörg. En það er eitt
svar sem hlýtur að vera öllu öðru merkara og
þyngra: Við lifum til þess að sjá næstu kynslóð
borgið. Og það hafa allar kynslóðir gert. Þegar
við missum sjónar á því er glötunin vís. Þegar
við vanrækjum uppeldi barna okkar og framtíð
þeirra og næstu kynslóðar þá er auðvitað ekkert
annað en eyðileggingin framundan.
3G
HLJÓÐABUNGA