Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 37

Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 37
Þú telur að allt þetta stuðli að því að menn- ing okkar farist? — Ég get ekki séð annað, eí þið takið ekki í taumana. Það sem mest má skamma okkar kynslóð fyrir er bjartsýni. Af því að hún var svo fátæk trúði hún því að með því að innleiða almenna velmegun mundi allt leysast af sjálfu sér. En maðurinn er svo ágjarn að hann er aldrei ánægður. Það er erfðasyndin sem ég var að tala um. Hann er alltaf óánægðari og óánægð- ari eftir því sem hann hefur meira. Það er helst að þú finnir einhvern fátækan mann sem er ánægður. Ég verð t.d. að játa það að ég hef einn löst, sem ég get ósköp vel viðurkennt opin- berlega. Hann er sá, að ég hef bundið alltof mikið hug minn við að safna gömlum bókum, ekki peningum, mig langar ekkert til að safna peningum. En ég finn að þetta er ekki rétt. Ágirnd vex með hverri bók. Og bækurnar blífa þegar ég er dauður. Börnin mín deyja, vinir mínir deyja, konan mín deyr og ég dey auðvitað fyrst sjálfur, en bókin blífur eftir minn dag. Ég finn einhvern veginn í hjarta mínu, að maður á ekki að binda hug sinn við slíka hluti, alls ekki. Ef við hlustuðum á það, sem er sagt við allar íslenskar jarðarfarir, að það stundlega er dauðlegt, en hið ósýnilega er eilíft, mundum við hugsa allt öðru vísi. Maður á ekki að elska jarðneska hluti, ekki neitt sem mölur og ryð geta grandað. Aftur er ágætt að elska mann- fólkið þó að maður sjái hvað maðurinn er vondur. Allir góðir menn hljóta að láta sér þykja vænt um fólkið, því að við erum af fólkinu auðvitað. Og ég skil ekki þá menn sem fyrirlíta mannfólkið. Er það ekki skilyrði til þess að halda nokkurn veginn í horfinu að maður hugsi sem allra mest um vandamálin og reyni að leysa þau? — Já og ekki bara það, heldur líka að hafa frelsi til þess að segja meiningu sína jaifnvel þó að maður hafi ranga skoðun. Ég hef ekki lært eins mikið af neinum mönnum um ævina eins og þeim sem voru á annarri skoðun en ég. Um tíma hafði ég það t.d. til siðs að tala á móti kirkjunni og trúarbrögðunum, ekki vegna þess að ég væri á móti þessu, heldur til þess að þeir, sem voru fylgjandi kirkju og trúarbrögðum, kæmu með einhver sláandi og góð dæmi um það hvers vegna maður ætti að trúa og hvers vegna kirkjan ætti að vera til. Ég fékk líka mörg góð svör fyrir það. Ég vil ekki vera eins og Þór- bergur Þórðarson, að skipta aldrei um skoðun. Þegar maðurinn getur ekki skipt um skoðun lengur þá er hann orðinn trénaður. En Þór- bergur var heimskur maður í raun, í uppruna- legri merkingu orðsins, dómgreindalaus maður algjörlega — en séní fyrir þaö. Ef nægt væri aö gera hugarfarsbreytingu í heiminum eins og t.d. Kristur eöa Budda eoa Sókrates og aðrir miklir lærisveinar mEmnsandans vildu gera, þá leysist allt annað af sjalíum sér, því aö þaö er áreiöaniegt sem Kristur sagði: „Eeitaðu fyrst guösrikis og þá mun allt annað veitast yður”. En þá verður maður að skilja hvað hann á við með guðsríki, því að hann sagði: Guðsríki er innra með yöur”. Menn gleyma þessu algjörlega þegar menn eru að sitera í kenningar þessa kennara. ÞRIÐJI HEIMURINIM Finnst þér ekki að frelsi og velmegun okkar vesturlandabúa sé dálítið á kostnað þriðja heims- ins? •—- Ég hef nú dálítið aðrar skoðanir á þriðja heiminum en margir aðrir. Það er erfitt við- fangsefni og við ráðum ekkert við það. Við verðum að sjá okkur borgið, en þriðji heimurinn einnig, sennilega að einhverju leyti með hjálp frá okkur. Ég er ekki alveg viss um að okkur sé það fært. Við eigum ekki að hjálpa þessum vanþróuðu þjóðum að lenda í sömu vitleysunni og við. Álítur þú að vestrænn heimur hafi viljað troða hugmyndum sínum og skipulagi upp á þriðja heiminn? — Ekki frekar en aðrir. Þetta vilja allir gera. Enda er okkar menning sú langmerkilegasta sem jörðin hefur nokkurn tíma séð. Við erum einu mennirnir sem höfum kafað aftur í fortíðina, reynt að rýna inn í framtíðina, út í himingeim- inn og niður í ósýnilega heiminn með smásjám og niður á hafsbotninn. Þetta hefur engum manni dottið í hug nema okkur. Þetta er stór- merkilegur hlutur. Það hefur enginn hugmynd um frelsi komið frá þessum svokallaða þriðja heimi því að mikið af hcnum er algjörlega ómenntaðir skrælingjar. Við erum einu menn- irnir í heiminum sem nokkurn tíma höfum álitið það rangt að leggja aðrar þjóðir undir HLJÓÐABUNGA 37

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.