Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 38
okkur. Sú hugmynd er runnin frá okkur, inni-
falin í vestrænu þjóðfélagi sem hefur risið upp
síðan um 1500 og þróast síoan. Hjá spánverjum
og líka hjá rómverjum var ekkert álitið athuga-
vert við að hernema aðrar þjóðir.
Vestræn vísindi hafa nú líka sína ókosti.
— Já, þau hafa sína ókosti. Spursmálið er
bara þetta. Eigum við að vera eins og Laxness
segir í Brekkukotsannál? — Eigum við að vera
eins og örninn sem flýgur uppi í skýjunum eða
eigum við að vera maðkar í kálgarðinum eða
lýs eða einhver fjandinn?
Álítur þú ekki að austrið hafi ekki svolítið að
gefa vestrinu á andlega sviðinu?
— í>að getur vel verið. Við ættum allir að
hafa eitthvað til að gefa hver öðrum, en austrið
t.d. Kína og Indland og þær þjóðir eru löngu
útdauðar menningarþjóðir, sem ég efast um að
geti haft mikið nýtt fram að bjóða. Þær höfðu
margt merkilegt fyrir þúsund árum síðan. Það
lifir eins og steingervingur. Kínverska þjóð-
félagið er algjörlega steingelt þjóðfélag. Það
sem hefur gerst í Kína núna er ill nauðsyn, að
skipuleggja fátæktina, ekki veknegunina. Þeir
eru of margir til að geta haft velmegun.
Þú meinar að þjóðfélag þeirra sé eftiröpun
af vestrænum hugmyndum?
— Mér finnst það vera. Það er undarlegt að
gamall gyðingur hér á Vesturlöndum, menntaður
maður, skuli hafa getað fyrir hundrað árum
uppfundið kerfi, sem kínverjar taka eftir okkur
en við höfum afneitað yfirleitt í þeim löndum
sem þessi maður bjó og starfaði. Fréttaritari
við New York Tribune. Das Kapital er að
einhverju leyti úr fréttagreinum sem Marx
skrifaði fyrir New York Tribune.
BJÁNAÞORPIÐ
Telur þú æskilegt að heimurinn verði ein
stór menningarheild?
— Hvernig mundi vera umhorfs á íslandi ef allt
gróðurlendi íslands væri vaxið háliðagrasi sem
er mjög töðugætt og ágætt hey. Sumir vilja
gera heiminn eins, en hvernig væri heimurinn
útlits ef hann væri í andlegum efnum líka
orðinn að eintómu háliðagrasi? Ef öll tungumál
væru lögð niður og allir hugsuðu eins og gerðu
eins. Kanadíski heimspekingurinn McLúhan
heldur að við séum á leiðinni með samgöngu-
tækjum okkar og fjölmiðlum að verða að einu
stóru þorpi, bjánaþorpi. Nytsemdarsjónarmiðið
má ekki ráða öllu. Það er hægt að kaupa lífið
of dýru verði. Við sjáum það daglega að menn-
irnir kaupa velmegunina of dýru verði. Ef við
vildum umfram allt frelsa lífið yrðum við að
möðkum í kálgarði. Sá sem vill frelsa sjálfan
sig mun tapa lífinu. Við sjáum það greinilega
núna að íslenska þjóðin stendur á þrepskildi
þess að tapa tungunni, sögunni, manndóminum
og öillu af því að við erum að reyna að frelsa
sjálfa okkur frá fátækt.
Álítur þú ástandið svo alvarlegt?
— Ég vona að svo verði ekki, en það er meir
en hugsanlegur möguleiki. Það eru til menn í
þjóðfélaginu sem vilja fórna hverju sem er fyrir
velmegunina, jafnvel tungunni, forfeðrum sínum
og systrum sínum og bræðrum.
Einhver lokaorð?
— Ég vil að lokum taka undir orð Tolstoys, að
ekkert hafi stuðlað eins mikið að útbreiðslu
heimskunnar og vanþekkingarinnar og uppfinn-
ing prentlistarinnar.
38
HLJÓÐABUNGA