Hljóðabunga - 01.03.1975, Page 39
Sttgnir nf
Oddi sterka
Sagt er, að þá er bretar réðust hér á land í
seinni heimsstyrjöldinni, hafi flestir íslendingar
látið sér fátt um finnast, og í mesta lagi fengið
sér einu sinni aukalega f nefið, þá er bretar
gengu á land.
Einn var þó maður, sem sagt er, að hafi veitt
vopnaða mótspyrnu. Það var Oddur hinn sterki
á Skaga. Oddur þessi hafði þá um nokkurn tíma
tekið það að sér að halda uppi fornum heiðri
íslendinga, og sannað það, að við værum ennþá
hetjur og skáld. Hann reið gjarnan um götur
Reykjavíkur á fáki sínum, með atgeir einn að
vopni. Hafði hann og skegg mikið og fagurt,
og gaf út blað, sem hann nefndi Harðjaxl.
Svo segir sagan, að þá er bretar hafi marsí-
erað upp Laugaveginn fylktu liði, þá hafi Oddur
komið ríðandi á móti þeim, beint atgeir sínum
að þeim er fremstir gengu og greitt þeim atlögu
mikla. Tvístraðist þá lið þeirra, og varð lítið um
varnir. Oddur reið þá viðstöðulaust í gegnum
fylkingu óvinanna og hrósaði miklum sigri.
Á alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930 var
meðal annars framið það sjónarspil, að alþingis-
menn skrýddust fornmannabúningum, og gengu
fylktu liði á Lögberg. Þótti ýmsum, að Oddur
sterki ætti þann heiður skilinn að vera í þeim
flokki. Varð það úr að nokkrir ungir mennta-
menn skutu saman í fornmannabúning handa
Oddi og leiðbeindu honum síðan inn í raðir
alþingismanna. Þótti hann sæma sér þar vel.
Logið eftir minni. Gr. E.
Oddur jorn maður, 09 £hr. honungur $30
HLJÓÐABUNGA
39