Hljóðabunga - 01.03.1975, Page 41

Hljóðabunga - 01.03.1975, Page 41
En hvað með framtíðina? Höfum við eyðilagt lífsmöguleika okkar á jörðinni með skammsýni og sóun? Leiðir valdatafl stórveldanna til þess að allt tortímist í gjöreyðingarstyrjöld? Þvílíkar spurningar leita á okkur og við leitum svars. Menn hafa spáð hinu versta og sumir þykjast sjá fyrir enda okkar heittelskuðu heirns- menningar. Ég vil segja ykkur frá atburði sem gerðist fyrir 131 ári, en á tvímælalaust eftir að liafa geysileg álirif á framvindu mála næstu ár. Árið 1844 opinberaði Guð okkur n<rjan spámann, spámann sem sam- eina mun alla heimsbyggðina í trú á einn Guð, koma á alheimseiningu. Það var í Persiu 23. maí 1844, að ungur maður, Báb opinberaði köllun sína sem spámaður Guðs. Aðalerindi hans var að hoða komu annars sendihoða sem væri Kristur endurhorinn og framhald af fyrri spámönnum. Spámaðurinn sem Bál) spáði fyrir var Bahá’u’lláh en hann opinberaði köúun sína 19 árum seinna en Báh eða 1863. Báb eignaðist strax fjöldamarga átrú- endur vítt um Persíu. Að sama skapi fjölg- aði andstæðingum hans, margir áhrifa- og valdamenn óttuðust um stöðu sína og vildu stöðva þennan „hættulega mann”. Allt fór á annan endann í Persíu og harðvítugar ofsóknir hófust. Þær enduðu ekki fvrr en Bábinn hafði verið myrtur og 20-30.000 átrúendur hans pyntaðir til dauða. Bábinn var mvrtur opinberlega af 750 hermönnum, 10.000 manns horfðu á Mönnum fannst nú vel hafa tekist og hrósuðu hreysti sinni, öllu trúarhrambolti væri lokið. En þeim varð ekki að ósk sinni, því sírax 1863 Ivsti Bahá’u’lláh yfir köllun sinni og hóf að útbreiða kenningar sínar. Með sterkri röddu sinni talar hann til mannfjöldans: „Hin launhelga brúður, til þessa falin undir b’æju orðsins, hefur nú, af náð Guðs og hans himnesku gæsku, verið opinberuð alveg eins og leiftrandi Ijós er lýsir frá fegurð hins ástfólgna. FBAMTlÐIN HLJÓÐABUNGA 41

x

Hljóðabunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.