Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 42
Ég ber vitni, ó vinir! að gæskan er full-
gerð, málefnið útkljáð, sönnun opinberuð
og vitnisburðurinn staðfestur. Látið nú
sjá hvað viðleitni ykkar á vegi lausnar-
innar leiðir í ljós. Á þennan hátt hefur
hin himneska gæska verið fullkomlega
tryggð ykkur og þeim, sem eru á himni
og á jörðu. Allt lof Guðs, lávarðar allrar
veraldarinnar”.
TRDARBRÖGÐIN OG SPAMENNIRNIR
Við skulum staldra við hér og athuga
okkar gang, við þurfum þegar hér er komið
sögu að spyrja nokkurra spurninga. T.d.
1. Hvað er spámaður?
Guð hefur með vissu millibili gætt menn
spámannsanda og gefið þeim orku, nauð-
synlega mannkyninu til þroska. Spámenn-
irnir hafa byggt upp siðferðislegan þroska
inannsins, um leið og þeir hafa kennt hon-
um að skipuleggja samfélag sitt. Frá spá-
mönnunum eru til dæmis komin fjölskyld-
an, ættin, þjóðfélagið og alheimssamfélagið.
Einnig kenndu þeir okkur að nota eldinn
og að búa til hjól.
Kring um helstu spámennina hafa mynd-
ast svokölluð trúarbrögð, það eru skipulögð
samtök átrúenda. Þessi samtök eru geysi-
öflug og áhrifamikil. Trúarbrögðin eru
þessi:
Hindúatrú, spámaður Krishna
(2000 f. Kr.)
Gyðingadómur, spámaður Móse
(1330 f. Kr.)
Parsatrú, spámaður Zaraþústra
(1000 f. Kr.)
Búddadómur, spámaður Buddha
(560 f. Kr.)
Kristindóinur, spámaður Kristur (1 e. Kr.)
Islam, spámaður Muhamed (662)
Báhitrú, spámaður Báb (1844)
Bahá’ítrú, spámaður Bahá’u’lláh (1863)
Það skal tekið fram í þessu sambandi að
hætta er á ruglingi milli trúarbragðanna og
kenninga spámannanna, það er ekki það
sama. Trúarbrögðin eru sköpuð af mönnum
og hafa mótast af venjum og menningu
samtíma síns. Það vill oft verða svo að
trúarbrögðin gefa ranga mynd af spámanni
sínum. Þau hafa oft fjarlægst hann svo
mikið að þau hafa afneitað einstökum
kenningum, og jafnvel bætt við nýjum.
Sem dæmi má nefna heilaga þrenningu
kristinna manna og eldskírn Parsatrúar-
manna, báðar tilbúnar mannanna hug-
myndir. Prestarnir eru til dæmis leifar
þeirrar menningar sem ríkti þegar kirkjan
var mótuð, þeir voru nauðsynlegir þegar
almenningur gat ekki lesið og þörf var því
á menntuðum leiðbeinendum. I dag er þessi
þörf ekki lengur fyrir hendi og þvi ærin
ástæða til breytinga.
2. Hvernig getum við þekkt raunverulegan
spámann frá falsspámönnum?
Kristur varaði okkur við falsspámönnum,
og hann kenndi okkur að þekkja þá. Hann
sagði: „Á ávöxtunum skuluð ])ið þekkja
þá”.
Þetta kemur okkur mjög að notum sem
lifum í heiminum í dag, því með þessu
getum við afhjúpað langöflugasta falsspá-
mann allra tíma. Sá heitir Mammon og er
guð auðsins og þess er honum fylgir.
Mammon er tillieðinn vítt um heimsbyggð-
ina og honum reist hof í hverri krummavík.
En ávextir hans ern ógeðslegir, fégræðgi,
efnishyggja, hatur, baktal, morð, styrjaldir,
firring, trúleysi, nýlendukúgun, nautna-
sýki og slikt og því um líkt.
Ef við lítum hins vegar á spámenn Guðs
þá eru þeir mun auðþekktari. T.d. hafa
allir spámenn sagt fyrir komu eftirmanns
síns, þ.e. næsta spámanns. Þessir spádómar
eru mismunandi skýrir, þó eru þeir yngri
áberandi nákvæmastir. Við munum að
Móse spáði fyrir komu Krists, og Kristur
fyrir komu Muhameðs. Fyrir komu
Bahá’u’lláh er spáð bæði í Kóraninum
(helgiriti Muslima) og Biblíunni. Ekki er
tími til að rekja spádómana hér, en bent
skal á að til er bók á íslensku „Þjófur að
nóttu” eftir William Sears, um spádóma
Biblíunnar.
3. Hvað kennir Bahá’u’lláh?
Þessari spurningu verður ekki fyllilega
svarað með máttlitlum og fátæklegum orð-
um mínum. Hinn mikli hafsjór þekkingar
sem Bahá’u’lláh opinberar mannkyninu
verður ekki túlkaður svo fullnægjandi sé,
42
HLJÓÐABUNGA