Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 46
Jónas
Guðmundsson:
W
I
samvinnu
INNGANGUR
Fyrirbærið samvinnuhreyfingu ætti hver
íslendingur að kannast við, þvi að fyrirtæki
hennar á Islandi eru meðal þeirra stærstu
í landinu. En þar sem samvinnuhreyfing
er allt annað og meira en einstök stór-
fyrirtæki, heldur hugsjónahreyfing fjölda
fólks, sem l>yggir á sérstökum lýðræðis-
reglum og á sér sögulegan bakgrunn, verður
þess freistað að gera stuttlega grein fyrir
sögu hennar, skipulagi og stöðu.
UPPHAF
Uppruna samvinnuhreyfingarinnar má
rekja til Bretlands á fyrri hluta 19. aldar.
Á þeim tíma var iðnbyltingin breska í al-
gleymingi og reyndist mjög sársaukafull
fyrir alþýðu landsins. I hinum nýju verk-
smiðjuborgum bjó verkafólkið við mjög
slæman aðbúnað og bág kjör. Fólk þetta á
öllum aldri þrælaði í loftlausum og hávaða-
sömum vinnusölum eða námagöngum 18
tíma á sólarhring og þáði sultarlaun fyrir.
örkuml af völdum hinna nýju véla voru
mjög tíð, því öryggiseftirlit var ekkert.
Húsnæði þessa vesæla fólks var vægast
sagt lélegt.
Það var upp úr þessu hörmungarástandi
i upphafi iðnbyltingar sem liugtökin verka-
lýðsafl og stéttarsamstaða urðu til. Verka-
fólkinu varð smám saman ljóst að einungis
með samcinuðu átaki þess sjálfs var mögu-
legt að ná fram betri kjörum. Ýmsir spá-
menn komu fram á sjónarsviðið og lögðu
kapp á að efla þessa sjálfsvitund verka-
lýðsins jafnframt sem þeir boðuðu sérstakar
aðferðir til leiðréttingar. Þessir menn sem
nefndir hafa verið „draumórasósíalistar”,
verkuðu hvetjandi á samfylkingu alþýð-
unnar og árangurinn sýndi sig í stofnun
fyrstu verkalýðsfélaganna og mörgum þeim
umbótum sem þau komu til leiðar. Samt
sem áður var löng leið og ströng til þess
takmarks að verkalýðsfélögin fengju laga-
lega viðurkenningu sem réttir samnings-
aðilar um kaup og kjör félaga sinna.
Því er minnst hér á tilurð verkalýðs-
hreyfingarinnar, að samvinnuhreyfing og
verkalýðshreyfing eru tvær systurhreyfing-
ar sem sprottnar eru af sama grunni. Þær
voru báðar tæki alþýðunnar til að bæta
kjör sín. Skyldleikann má rekja til þeirrar
einföldu staðreyndar að þegar athugað er
hvort verkamaður geti lifað á launum sín-
um, verður hæði að miða við upphæð laun-
anna og almennt verð á nauðsynj avörum.
Sá þáttur sem snéri að vöruverðinu var
í augum hinna bresku verkamanna engu
léttvægari en hinn. Þess vegna hófust um
1830 tilraunir með stofnun félagsverslana,
því með því að taka sjálfir beinan þátt í
versluninni voru verkamennirnir öruggir
um að fá nauðsynjavörur á lægsta mögu-
lega verði. Þessar tilraunir með verslunar-
félög höfðu á sér mismunandi yfirbragð og
hlýddu ólíkum reglum. Þær voru fyrst og
fremst leit sem beindist að því að finna
heppilegt form fyrir verslunarrekstur al-
þýðunnar. Árið 1844 er talið að þessum
46
HLJÓÐABUNGA