Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 48

Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 48
Dæmi um ísfirskan samvinnurekstur — Samvinn ufélag ísfirðinga var fyrsta útgerðarsamvinnufélag á íslandi, stofnað vegna yfirvofandi atvinnuleysis í bænum árið 1927. Myndin sýnir „Birnina” sjö við bryggju á Siglufirði árið 1932. árið 1882. Þar voru fundnar reglur sem mjög líktust reglum Rochdaje-manna, þrátt fyrir að ekkert vitneskj usamband væri þar á milli. Einn var þó sá höfuð- munur að ákvæðið i Rochdale-reglunum um sjóðmyndun var ekki í þeim þingeysku, og raunar ekki tekið upp lijá neinu ís- lensku samvinnufélagi fyrr en eftir alda- mót. Aðdragandinn að stofnun fyrsta íslenska samvinnufélagsins lýsir af þörf til að bæta úr augljósu óréttlæti. Samvinnufélagsform- ið hefur löngum verið svar kúgaðra gegn kúguninni, — og jafnframt það svar sem hest dugar. Með því að taka verslunina i eigin hendur voru hinir þingeysku bændur að losa sig við milliliðina svonefndu, sem höfðu einblínt á eigin gróða, lagt óhemju á aðkeyptar vörur en haldið niðri því verði sem bændurnir fengu fyrir afurðir sínar. Árangurinn lét ekki á sér standa, því á fyrstu 5 árum K.Þ. töldu félagsmenn hag sinn hafa batnað um 40-50%, þar af hafði verð á aðkeyptum vörum lækkað um þriðj- ung- Fljótlega eftir stofnun Kaupfélags Þing- eyinga voru stofnuð ný, sem tóku sér regl- ur þess til fyrirmyndar. Fram að aldamót- um voru þessi samvinnufélög aðeins á Norðurlandi en síðar urðu til fleiri á víð og dreif um landið. Fyrsta kaupfélagið var stofnað af bænd- um, og þannig hefur það ætíð verið að samvinnuhreyfingin hefur verið sterkust i sveitum landsins enda afurðasala bænda lengstum að mestu leyti í höndum hennar. Um og eftir aldamótin var uppgangs- tími fyrir hina íslensku samvinnuhreyf- ingu. Skýring á því er meðal annars tengd harðnandi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Það mátti öllum vera ljóst að til að eygja möguleika á að lifa sjálfstæðir í landi sínu urðu Islendingar að öðlast efnahags- legt sjálfstæði. Grundvöllur þess var að framleiðslutækin i landinu kæmust öll undir yfirráð landsmanna sjálfra. Upp úr aldamótum, þegar sjálf- 48 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.