Hljóðabunga

Ukioqatigiit

Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 51

Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 51
þessu sambandi ber að hafa í huga hversu mikið vald fylgir samþjöppun fjármagns- ins. Afstaða einstaklinganna til jafnsskipt- ingar og misskiptingar fjármagnsins birtist í því hvert þeir beina viðskiptum sínum, — eigi þeir á annað borð kost á slíku vali. Séu þeir hlynntir jafnskiptingu má telja eðlilegt að þeir snúi sér til samvinnufélags, en þeir sem hlynntir eru einkagróða leita annað. Á síðustu árum bendir margt til þess að íslensk samvinnuhreyfing sé á hnignunar- skeiði. Svo virðist sem virkum þátttakend- um í henni fari sífellt fækkandi. Það ber að undirstrika vel að samvinnu- hreyfing er félagsleg samtök sem hlíta lögmálum lýðræðislegra félagsstarfa um allar meiriháttar stjórnarathafnir. Þetta er það sem skilur samvinnufyrirtæki gleggst frá öðrum fyrirtækjum. Það er því ein alvarlegasta hætta sem hugsast getur fyrir hreyfinguna ef hún tapar þessari sérstöðu. Ástæðuna fyrir þessari þróun má vafa- laust að einhverju leyti rekja til almennr- ar ládeyðu í félagsstarfi landsmanna. Vel- ferðarþjóðfélagið slævir ætið þá skyldu manna að vera á verði. En forystu- menn samvinnuhreyfingarinnar hafa hlotið ámæli fyrir íhaldsemi og einangrunarstefnu hvað viðkemur endurnýjun í trúnaðarstöð- um hreyfingarinnar. Ef samvinnfélög fá á sig svip forstjóranna, sem hinn almenni félagsmaður forðast, og hefur engin áhrif á, þá er grundvöllur þeirra brostinn. GUNNLAUGUR FINNSSON Cagnvegir Ilefur þú strokið á húmdökku kvöldi hönd þinni um byrðing og súð og séð, hvernig maurildi í milljurðatali merlast á kinnung og flúð? Hefur þú hert þig í sjávarins seltu eða sölin nært hungraðan kvið? Hefur þú staðið í fjöru og fundið foldar og öldunnar nið. Hefur þú skynjað, að særinn og svörðurinn sórust í fóstbræðralag? Og þess vegna er eylendings eðli svo bundið með órofa böndum í dag, við sædjúpið kalda, við svarrandi brimið við sveit og við glitrandi á. Því öreindir djúpsins og dalanna bindast duldar í mannanna þrá. Veistu að sjómannsins sigggrónu hendur sakna þín, frjóþunga afl? Veistu að bændanna bundinn er hugur við bárunnar örlagatafl? Því eigindir landsins og ölduslag hafsins eru íslendings lirynjandi óðs, sem tvinnar og þrinnar þá þætti er standa þjóð vorri og landi til góðs. HLJÓÐABUNGA (Ekki mun, svo vita<5 sé, hafa birst kvæði eftir Gunnlaug bónda á Hvilft áóur) 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hljóðabunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.