Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 53

Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 53
CIA og samskipti íslands og Bandaríkjanna Glögglega hefur komið í Ijós á undanförnum árum að tími er kominn til að gera sér grein fyrir hve angar stórveldanna hafa náð að troða sér inn í daglegt 1 íf fólks hvar sem er á heims- kringlunni. Seinasta ár, atburðir þess og uppljóstranir á sviði heimsmálanna, eru söguleg tímamót að ýmsu leyti og gefa tilefni til endurmats á við- teknum skoðunum. Ef litið er á heimspressuna undanfarna mánuði má m.a. sjá að blaðamenn og fréttaskýrendur haft verið önnum kafnir að fletta ofan af amerískum stjórnmálamönnum og skýra frá yfirlýsingum þeirra. Þær vitna flestar um glataða frelsis- og jafnréttishugsj'ón, sem í fyrndinni var þó nokkuð glæst og í hávegum höfð í Bandaríkjunum en hefur nú orðið fórnar- lamb baráttunnar fyrir veldi hins „frjálsa fram- taks”. Ekki hefur allt farið fram fyrir opnum tjöld- um eins og nærri má geta og er tilgangur þess- arar greinar einmitt að hugleiða og reyna að meta það fyrirbrigði, sem einna mest hefur starfað á vegum Bandaríkjanna á bak við tjöld- in, en það er bandaríska leyniþjónustan CIA. Síðustu uppljóstranir um CIA gefa tilefni til alvarlegra hugleiðinga um samskipti og sambúð íslendinga við Bandaríkin á umliðnum áratugum. Fjallað er um þá trú margra íslendinga að bandaríkjamenn hafi aldrei reynt að hafa áhrif á innanríkismál íslendinga, og reynt að meta hvort það fái staðist, m.a. miðað við aðgerðir, sem þeir hafa orðið uppvísir að í öðrum löndum. Leyniþjónusta CIA hefur fjórþætt markmiö skv. umsögn Colbys yfirmanns hennar (Time, 30. sept. 1974). Þessi markmið eru: 1. Vísindaleg og tæknileg starfsemi. 2. Rannsóknarstarfsemi. 3. Upplýsingasöfnun. 4. Pólitískar og hernaðarlegar aðgerðir. Leyniþjónustunni er ætlað að starfa erlendis og hafa ofangreind markmið því ekki aðeins í för með sér njósnir heldur einnig bein afskipti af innanríkismálum annarra þjóða. Ford Banda- ríkjaforseti var spurður að því á blaðamanna- fundi í september 1974 hvern þjóðréttarlegan grundvöll bandaríkjamenn hefðu til að grafa undan rétt kjörinni ríkisstjórn annars lands. Þetta var eftir að uppvíst varð um beinan þátt CIA í valdaráninu í Chile. Forsetinn svaraði orðrétt: Ég ætla ekki að dæma um hvort það er leyft í alþjóðalögum eða mælt fyrir um það. Hitt er viðurkennd staðreynd að bæði fyrr og síðar hefur slíkt verið gert til að þjóna hags- munum þeirra landa sem í hlut áttu. Eins og nærri má geta olli þetta miklu fjaðra- foki um allan heim. Þetta er í fyrsta sinn sem bandarískur forseti viðurkennir opinberlega að bandaríkjamenn skerði fullveldi annarra þjóða. Dwight D. Eisenhower forseti sagði t.d. 16 apríl 1953: Réttur hverrar þjóðar til að ráða sjálf vali sínu á ríkisstjórn og efnahagskerfi er frið- helgur - - HLJÓÐABUNGA 53

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.