Hljóðabunga - 01.03.1975, Page 54

Hljóðabunga - 01.03.1975, Page 54
William Colby, yfirmaður leyniþjónustunnar Cl A. Þetta hefur verið stefna þeirra í orði fram í september 1974 þó að annað hafi orðið uppvíst á borði. Nýlega hafa nokkrir fyrrverandi starfsmenn leyniþjónustunnar rofið þann þagnarmúr, sem um hana hefur staðið, og skýrt frá aðferðum hennar og aðgerðum sem þeir tóku sjálfir þátt í. Þar ber hæst bók njósnarans Philips Agee, Inside the Company, CIA Diary, sem kom út í London um síðustu áramót. Þessar upplýsingar hafa leitt til játninga á borð við fyrrnefnd orð Colbys og Fords. Komið hefur fram að CIA hefur stjórnað eða átt þátt í uppreisnum, valda- ránum og beinum hernaði í fjölmörgum ríkjum á undanförnum árum auk hvers konar undir- róðursstarfsemi. Árleg fjárveiting til leyniþjón- ustunnar jafngildir um 100 milljörðum íslenskra króna og fer mestur hluti þessa fjár í leynilegar aðgerðir. Þá er ótalið það fé, sem einkaaðilar leggja til CIA og það fé sem CIA öðlast með rekstri fyrirtækja sinna, en það eru t.d. flug- félög, skipafélög, bifreiðafélög og iðnfyrirtæki. Yfirmenn leyniþjónustunnar eru skipaðir af af forsetanum sjálfum eða undirmönnum hans. Þeir eru oft gamlir herforingjar og hugmynda- fræðingar kalda stríðsins. Auk venjulegra og óvenjulegra njósnara starfa svo þúsundir her- manna hjá CIA. Þeir eru sérþjálfaðir á afskekkt- um stöðum upp til fjalla, þar sem engir, hvorki innlendir eða erlendir menn, eiga greiðan aðgang að. Þessir hermenn gerðu t.d. misheppnaða tilraun til að steypa Castró af stóli á sínum tíma. Il Til þess að gera sér nánari grein fyrir starf- semi þessarar leyniþjónustu, sem virðist hafa vakandi auga með smáþjóðum um allan heim, er athyglisvert að líta á það, sem uppvíst hefur orðið um afskipti hennar af málefnum Chile í hitteðfyrra. Það er þó aðeins brot af afskiptum bandarískra aðila af stjórn marxistans Allende svo sem stöðvun allra lána Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að tilhlutan þeirra, undirróðursstarfsemi auðhringa á borð við ITT o.f I. Árið 1970 var sendur hópur manna frá CIA til að hafa hönd í bagga með kosningum í Chile. Hann átti að sjá um að Allende næði ekki kosn- ingu. Þeir fengu til umráða rúmar 700 milljónir króna, en tókst ekki að múta nægilega mörgum Chilebúum, svo að Allende náði kosningu engu að síður. Nú voru góð ráð dýr. CIA ákvað að eyða meira en milljarði króna til að grafa undan hinni nýju stjórn. U.þ.b. helmingur þeirrar upp- hæðar fór til þess að styrkja fjölmiðla, sem voru andstæðir Allende, aðallega El IVlercurio, stærsta dagblað Chile. Hluti af fjármagninu fór til stuðn- ings einstökum stjórnmálamönnum, einkafyrir- tækjum og verkalýðsfélögum. Einn starfsmaður CIA hefur orðað þetta svo: Það sem við vorum raunverulega að gera var að styrkja borgaralega mótstöðu gegn óskynsamlegri ríkisstjórn. Leyniþjónustunni tókst að koma útsendurum sínum inn í innstu raðir sósíalista. Embættis- mönnum var mútað til að gera mistök í störfum sínum til að koma af stað fjármálaóreiðu. CIA-menn skipulögðu mótmælaaðgerðir á götum úti. Þegar efnahagsástandið fór versnandi voru kaupmenn og leigubilsstjórar keyptir til að fara í verkfall. Áhrifamesta fjárstuðning fengu þó 54 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.