Hljóðabunga - 01.03.1975, Page 55

Hljóðabunga - 01.03.1975, Page 55
vörubílstjórar í 45 daga verkfalli sínu, sem lamaði atvinnulíf Chile (Time, 30. sept. 1974). Allir vita um framhaldið. Lýðræðislega kjör- inni stjórn Allendes var velt af herforingjum og ríkir þar nú ógnarstjórn. Ekki varð mat íslendinga á þessum afskiptum bandarískra aðila af málefnum Chile samróma. Svo virðist sem að á íslandi eigi slíkt framferði einhverjar undirtektir. í leiðara Morgunblaðsins var fjallað um þessi mál 4. okt. s.l. undir fyrir- sögninni GETUR TILGANGURINN HELGAÐ MEÐALIÐ. Lokaniðurstaðan var sú, að því séu að sjálfsögðu takmörk sett, hversu langt sé unnt að ganga í þeirri viðleitni að berjast gegn einræðisöflum með því að hlutast til um innan- ríkismál annarra þjóða. í þessum leiðara er gengið út frá því að aðgerðir CIA hafi verið barátta lýðræðis og frelsis gegn einræði og í slíkri baráttu verði að ganga eins langt og UNNT er. Undan því er vikist í þessum leiðara, hvers vegna barist var svo harkalega gegn stjórn Allendes, sem þó var kjörin á lýðræðislegan hátt og leyfði síðan fullt skoðanafrelsi, meðan ýmsar einræðisstjórnir í S-Ameríku sem hrifsað hafa til sín völdin með ofbeldi, voru studdar af bandaríkjamönnum með ráð og dáð. Goðsögninni um Bandaríkin, sem útvörð frelsis og lýðræðis í heiminum, er haldið lifandi af stærsta dagblaði íslands. Hvers vegna? Hinn frægi breski sagnfræðingur Arnold Toynbe skilgreindi eitt sinn núverandi afstöðu bandaríkjamanna til heimsmála á eftirfarandi hátt: Bandaríkin eru nú leiðtogi alþjóðlegra and- byltingarsamtaka til varnar núverandi sér- hagsmunakerfi. Bandaríkin gegna nú sama hlutverki og Rómaveldi á sinni tíð. Róm studdi jafnan hina ríku gegn hinum fátæku í hinum fjölmörgu erlendu ríkjum sem borgin hafði á valdi sínu; og vegna þess að fátæklingarnir hafa alltaf og alls staðar verið miklu fleiri en auðmennirnir leiddi stefna Rómar til ójafn- ræðis, ranglætis og naumustu hamingjuhlut- skipta sem hugsast gátu fyrir flesta. Ákvörðun Bandaríkianna um að taka að sér hlutverk Rómaveldis hefur verið tekin að yfirveguðu máli, að því er ég best fæ séð. Þessi skilgreining er nær hinu sanna. Banda- ríkin ganga eins langt og þeim er framast UNNT til að halda stórveldisaðstöðu sinni á svipaðan hátt og önnur stórveldi fyrr og síðar. Beinir hagsmunir þeirra eru tvenns konar. Ann- ars vegar eru hernaðarhagsmunir. Hins vegar og þeim samtengdir eru hagsmunir bandarískra auðhringa, sem eiga gífurlegt fjármagn fest utan landamæranna, sérstaklega í S-Ameríku. Álitið er að bandaríkjamenn ráði yfir um 60% hráefna heimsins og er það hornsteinn hárra þjóðartekna þeirra, en jafnframt orsök fátæktar margra annarra þjóða. Til að halda kerfinu óbreyttu koma þeir sér upp stuðningsmönnum í viðkom- andi löndum og múta þeim ríkulega. Ef það dugar ekki er gripið til beinna aðgerða. Að tala um að Bandaríkin séu að verja lýðræði og frelsi í heiminum með svona framkomu er að álíka tómt mál eins og að Sovétríkin fari með yfirgang af bróðurkærleika. V. Síðan á árinu 1941, þegar Bandaríkin settu fyrst her á ísland, eða í 34 ár, hefur um fátt verið meira deilt hérlendis en samskipti okkar við bandaríkjamenn og eðli og tilgang herset- unnar. Um allt miðbik þessa tímabils setti togstreita milli risaveldanna svokölluðu, Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, mark sitt á allar umræður. Margir íslendingar soguðust sjálfrátt eða ósjálfrátt inn í þá hugmyndafræði, sem þessar stórþjóðir notuðu málum sínum til fram- gangs, og kyngdu orðleppum þeirra hráum og ómeltum. Sennilega hafa fáir íslendingar verið með öllu lausir úr þeim helfjötrum, sem kalda- stríðsáróðurinn batt hugmyndafræðilega umræðu — og enn eru sumir fastir. Sú sefasýki sem greip menn varð m.a. til þess að þeir vörpuðu smám saman frá sér þeirri hugmynd, að íslendingar gætu lifað einir í landi sínu — hugmynd sem þeir höfðu þó verið að berjast fyrir í heila öld. Á síðari árum hefur sambúð stórveldanna farið batnandi og ofstæki manna þverrandi. Skynsamir menn eru teknir að endurskoða ýmsar goðsagnir, serr haldið hefur verið á lofti og sagnfræðingai tekið þær til gagngerrar athugunar. Menn eru stuttu máli farnir að hugsa sjálfstætt á ný. Á íslandi fór goðsögn sósíalista um Sovétríkin að fölna fyrir um 20 árum og missti að lokum lit sinn. Margt stuðlaði að því t.d. leyniræða Krúsjeffs 1956, uppreisnin í Ungverjalandi, uppljóstranir íslenskra stúdenta austan járn- HLJÓÐABUNGA 55

x

Hljóðabunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.