Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 56

Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 56
tjalds, innrásin í Tékkóslóvakíu o.fl. Svokallaðir rússakommar eru orðnir fáir. Goðsögnin um Bandaríkin varð hins vegar furðu lífseig meðal íslendinga og virðast enn lifa góðu lífi, enda haldið lifandi af valdamiklum mönnum og fjöl- miðlum. Þó komu alvarlegar glufur í hana meðan Vietnamstríðið var í hámarki. Þær glufur hafa farið breikkandi í Ijósi síðustu atburða. VI. Þá er komið að því að meta líkindi þess að Bandaríkin hafi beitt leyniþjónustunni CIA á íslandi til að ná takmarki sínu þar. Fyrst af öllu verður að skilgreina þetta takmark. Cordell Hull, utanríkisráðherra Bandaríkjanna á stríðs- árunum, fjallar um komu bandaríska hersins til íslands árið 1941. Hann segir: Við gerðum á Norður-Atlantshafi meirihátt- ar ráðstöfun til verndar okkar með því að senda hernámsliðið til íslands í byrjun júlí til að taka við af breska herliðinu þar. Þá vitum við það. Bandaríkjamenn ætluðu ekki að verja ísland með því að senda hingað her í fyrstunni, heldur voru þeir að hugsa um eigin hernaðarhagsmuni. Og þessir hagsmunir voru ekki bundnir við heimsstyrjöldina, heldur litu þeir á ísland sem hlekk í framtíðarvarnar- skipulagi sínu og það áður en rússagrýlan kom til. Þegar bandaríkjamenn ákváðu að styðja lýðveldisstofnunina 1944 vakti það fyrst og fremst fyrir þeim að búa jarðveginn undir þetta. Ungur sagnfræðingur, Þór Whitehead, sem á undanförnum árum hefur dvalið í Banda- ríkjunum til að rannsaka samskipti íslands og Bandaríkjanna segir um þetta í grein í Skírni 1973: í aprílmánuði 1944 lagði Cummings deildar- stjóri til, að skipaður yrði sérstakur erind- reki Bandaríkjaforseta við lýðveldisstofnunina. Cummings greindi svo frá þeim hagsmunum sem lágu að baki tillögunni: Ég er þeirrar skoðunar, að núverandi sam- skipti okkar við ísland, sem byggist á dvöl hers okkar í landinu o.s.frv. auk hagsmuna okkar eftir stríð, svo sem beiðni um flota- og flugbækistöðvar í samræmi við áætlanir, sem hlotið hafa samþykki yfirherráðsins og forset- ans krefjist þess, að við látum sérstaklega til okkar taka í tilefni þessa sögulega atburðar í íslensku þjóðlífi. 7. júlí 1941. Bandarískur her gengur á land í Reykjavík. Herbraggar á stríðsárunum. Betri hliðin á sambúð Bandaríkjanna og íslands. Allt atferli bandaríkjamanna hér — m.a. stuðningurinn við lýðveldisstofnunina — miðað- ist við að ná hér varanlegum herstöðvum til varnar landi sínu. Á íslandi þurfti því að koma upp trúum og valdamiklum stuðningsmönnum 56 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.