Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Page 7

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Page 7
- 7 - S K Á L D I Ð TYÆR bifreiðar óku eftir götunni með ofsahraða, og önnur flautaði svo hátt, að hún yfirgnæfði vólarhljóð þeirra beggja. Síðan stönsuðu þær. Þetta var þá lög- reglan að elta ökvifant, og hafði hún stoppað þifreið a götunni, sér til aðstoð- ar. Ég stoppaði og leit á númer lögbrjóts- ins. "1436," sagði ég hálfhátt. "Varð hér slys?" er spurt rétt fyrir aftan mig. "Nei, " svara ég, og sný mér við og lít þá mann nokkurn, þrekinn meðalmann að vexti, klæddan gallabuxum, jakka og stígvélum með skítuga derhúfu á höfðinu. "Hann ók víst of hratt, "bætti ég við. "Ég hélt, að það hefði kviknað einhvers staðar í, " sagði maðurinn. Síðan gengum við af stað upp Hverfis- götuna. "Ert þú að koma úr vinnunni, " spurði ég í grandaleysi. "Nei, en ég er samt að vinna þarft verk, " segir hann. "Hvert ert þú að fara? " spurði ég aftur eftir dálitla þögn. "Ég ætla á Hreyfilsstöðina hérna uppfrá og fá mér eina flösku og blýant og svo ætla ég að yrkja í nótt, en ég hef enga peninga. En ég er með nýja sokka hérna, sem ég ætla að leggja í "pant" þangað til á morgun". Svo þetta var þá skáld, sem ég stóð andspænis. NÚ vorum við komnir á stöðina og skáldið bað mig að bíða á meðan hann talaði við einhvern, sem hann þekkti. Ég beið í nokkurn tíma og svo kom skáldið. Hann hafði ekki fengið neitt, þeir tóku ekki nýja sokka í "pant" á Hreyfli. Blýant hafði hann engan fengið heldur. "Ef þú gengur með mér spottakorn, þá skal ég gefa þér blýant, " segi ég. Síðan gengum við af stað og tölum um hitt og þetta, en þó mest um skáld- skap og skáldið orti hverja vísuna af annarri og sagði mér gamlar frægðar- sögur af sjálfu sér. Eftir dálitla stund vorum við komnir heim, og ég hljóp inn eftir blýantinum, kom að vörmu spori aftur og tók síðan við hans innilegu þökkum. Svo sá ég hann hverfa út í myrkrið, hugleiðandi kvæði næturinnar. Borgþór V. S. Kjærnested. Kennarinn : Er hún Þóra með leyfi ? Bjarni : Nei, hún er með Jóni. Skarphéðinn: Táknar þetta málverk sólarlag eða sólarupp- komu ? Jónína: Sólarlag, því ég veit að ég hefði aldrei farið svo snemma á fætur til að mála sólaruppkomu.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.