Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 10

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 10
10 MARTRÖÐ Á MIÐJUM DEGI ( I í f s r e y n s I u s a g a ungs pilts ) ÞAÐ gekk allt á afturfótunum hjá mer daginn eftir kosningarnar. Um morgun- inn fór ég í vitlausan strætó og skröngl- aðist lengst inn í Sogamýri, og kom svo auðvitað of seint í skólann. Þegar óg gekk upp^: tröppurnar, heyrði óg eitthvern undarlegan klið koma á móti mér. Ég lagði við hlustirnar og reyndi að hugsa skýrt. Nei ! Það var ekki um að villast, eitthvað var á seiði. Ég rann á hljóðið, skimandi í allar áttir, en allt í einu rakst ég á eitthvað jakkaklætt fer- líki, sem klangraðist niður stigann á móti mér. "Hvað er verið að gera?" hvxslaði ég til ferlíkisins. "Ha, ha, veiztu það ekki, maður, þú ert eins og álfur á hól, " glotti ferlíkið. Síðan bætti það við í lægri tón. "Það er morgunsöngur, og þeir, sem taka ekki undir, verða að fara í aukatíma hjá Vigni. " Ég hélt áfram upp stigann, skelfingu lostinn og fór jafnframt að kyrja "Eld- gamla ísafold" og svo heppilega vildi til, að það var einmitt það lag, sem verið var að syngja. Og nú tók ég undir full- um hálsi, en bæði var það, að ég kunni ekki textann vel, og varð aðallega að syngja la la og ba ba, og einnig voru taugarnar í ólagi eftir nóttina, því skyndilega tók ég eftir, að allir voru hættir að syngja, nema ég, sem öskraði mitt la la og ba ba, svo undir tók í hús- inu. Ég steinþagnaði og stóð með öndina í hálsinum. NÚ varð uggvænleg þögn í nokkrar sekúndur, en þá var hún rofin af dimmri og ruddalegri röddu: "Hann syngur brezka þjóðsönginn" ( hefur líklega haldið, að la laið mitt og ba baið hafi verið enska ), og nú gall við hvarvetna í kringum mig: "Tökum hann, berjum hann, " og jafnvel enn ljót- ara, sem ég þori ekki að segja frá. En nú var til allrar hamingju hringt inn, svo ég hysjaði upp um mig hjartað og rölti inn í stofu, þar sem kennarinn gerði hetjulega tilraun til að halda bæði sjálfum sér og nemendunum vakandi. Skyndilega byrjaði ég að dotta í sæt- inu og allt fór að taka á sig hinar furðu- legustu myndir. Kennarinn aflagaðist allur og leit út eins og heljarstórt B og litlu síðar eins og X, og nú þreif sessunauturinn í mig og hvíslaði : "Þú mátt ekki sofna. Hjálmar er hjá okkur í næsta tíma. " "Ég geri það sem ég get, " stundi ég með grátstafinn í kverkunum. En..........hvað var nú þetta? Ég var kominn fram á gang. Einhver urgandi hávaði heyrist inn úr kennarastofunni. Ég laumaðist þangað, opna hurðina varlega og kíki inn. En.nú er mér skyndilega hrundið inn á gólfið, svo að ég ligg flatur og síðan er hurðinni skellt í lás. Ég ligg á gólfinu, hálf ruglaður eftir fallið, og reyni að átta mig. Síðan brölti ég á fætur og tylli mér á stól. Allt í einu kem ég auga á flösku með tappa í, sem liggur á gólfinu. "Hvers vegna skyldi annars vera tappi í tómri flösku?" Éj* hugsa málið andartak og síðan dreg eg tapp- ann úr flöskunni og læt hana á borðið. En hvað var þetta? Einhver bláleit gufa byrjar að rjúka upp um stútinn og myndar þétt ský fyrir framan mig, og nú byrjar það að taka á sig mannsmynd. Efst á verunni getur að líta heljarmik- inn, eldrauðan hárskúf, sem stendur í allar áttir. En ég hafði ekki mikinn tíma til þess að virða undrið fyrir mér, því skyndilega öskrar veran hræðilega, svo undir tekur í húsinu. Ég bið ekki boðanna, en ríf hurðina upp á gátt og æði fram. Veran fylgir fast á eftir, og ég finn greinilega hvernig reiðihvásið ýfir á mér’ hárlubbann. í einhverri voða örvæntingu tekst mér með síðustu kröftum að smokra mér inn í skáp, sem ég rekst á. NÚ anda ég léttar og athuga aðstöðuna í flýti. Nú verð ég að gera eitthvað, því að ég heyri að óvætturin er byrjuð að klora í kringum hurðina, og í einhverju fáti rétti ég út hendina og rek hana í eitt- hvað, sem dettur niður með miklum há- vaða. Ég tek hlutinn upp og se, að þetta eru voldugir sandalar, en nú verð

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.