Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Qupperneq 14

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Qupperneq 14
14 - MÁLFUNDANEFND verpti 2. málfundi skólaársins þann 26. nóvember. E>a5, sem menn höfðu til umræðu, var : Hvernig er hægt aS auka listir og íþrótt- ir meöal íslendinga ? 1 byrjun fundarins var strax farið að ræða málin af kappi. Sumir voru svo mælskir og óðamála, að ekkert heyrðist til þeirra. Byrjaði fundurinn á því að taka íþrótt- irnar fyrir. Lystu menn íþróttaáhuga sínum með handapati og uppglenntum augum. Sveinbjörn Rafnsson og fleiri tóku að skammast yfir frammistöðu íþróttanefndar. Gerðust þeir allháværir og má geta þess, að rúður í næstu hús- um urðu nærri brotnar. Reis þá upp föngulegur maður, Vilhjálmur að nafni Grímsson úr 4.bekk, og varði hann í- þróttanefnd allvasklega. Vilhjálmur benti á áhugaleysi nemenda fyrir sundi og kvað það bagalegt. Spunnust út af því nokkur orðaskipti. Einkenni á þessum málfundi var, hve margir úr fyrsta bekk tóku til máls. Komu því upp margar nýjar mælskustjörn ur á málfundinum. Að því er fregnað er þá vonar málfundanefnd, að ekki séu það eingöngu stjörnur, sem lýsi bara um jólin Ein helzta málfundakempa 1. bekkjar, Bjarki Zophóníasson, lýsti því yfir, að ef eldri bekkirnir fengju íþróttir, myndi 1. mAlfundarabb bekkur ekki fara í fýlu, ^hann myndi efna til síns eigin íþróttalífs. - Varð nú ýmsum orðfall. En hinn forn- frægi kappi, Hrafn Magnússon, ste í stól og tók að dæma framsögumenn sem dómsdagur væri kominn. Var nú langt liðið á fund. Kom þá maður nokkur, jarpur á hár, upp og nefndi sig Jakob Hallgrímsson. TÓk hann að ræða listir. Hófust nú töluverðar umræður um listirnar. Voru ræðumenn mjög óá- nægðir með aðgerðaleysi grammifóns skólans. Margir tóku til máls og var fundur - inn hinn ánægjulegasti. Vilhjálmur Einarsson kennari og íþróttagarpur, var staddur á fundinum og talaði nokkrum sinnum. Væri stjórn íþróttamála ekki vanþörf á því að hlýta hans tillögum um íþróttai- mál skólans. fSLENZKA í 2.-A Sólveig : í hvaða tíð er sögnin að muna ? Þorfinnur: Framliðinni tíð. Hjálmar í dönsku: De lille piger. Hér kemur ein yndisleg slæm villa. ENSKA r 3. -X Hesturinn er þýður - The horse is mean.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.