Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Side 15

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Side 15
- 15 - NOKKRAR F til þeirra, er fara Til hvers var íþróttanefnd G. A. stofn- uð? Á þessi nefnd bara að sjá um, að fámenn klíka geti komið saman á kostn- að skólans að Hálogalandi og æft þar körfu- og handknattleik og panta tíma niðri í sundhöll, sem enginn áhugi er fyrir, meðal nemenda, að nota ? Ég hef ekki verið boðaður á neinn fund í þessari nefnd. Ég þekki ekki einu sinni alla meðlimi hennar, hvað þá meira, en mér var, til mikillar ógæfu, troðið í þessa ólánssömu "nefnd". Það er auðvitað ekki nema sjálfsagt að starfa í þessari nefnd, ef það gæti orð- ið einhver lyftistöng undir íþróttalíf skól- ans, en með þessum starfsháttum "nefnd- arinnar" fæ óg ómögulega séð, að svo verði. Ef "nefndin" á að "starfa" svona, eins og hún hefur gert, þá fæ ég ekki séð, hvað ég á að þvælast í henni, held ég að það væri öllum hlutaðeigendum fyrir beztu, að ég segði mig úr henni. Ég veit ekki betur, en að félagsskapur sá, sem stendur fyrir "skólamótunum" ( í sundi ) ætlist til þess, að leikfimi- eða íþróttakennarar viðkomandi skóla sjái um undirbúning nemenda fyrir mót- in, til þess m. a. að sjá svo um, að nemendur, sem ekki eru mjög heilsu- hraustir, tefli heilsu sinni í hættu með því að keppa o. fl. , enda sé ég, að svo er með alla aðra skóla nema G. A. Leikfimikennari stúlkna hefur að vísu komið á nokkrar æfingar, en mér finnst það ekki nóg, við strakarnir höfum líka 2 leikfimikennara og hefur annar þeirra staðið í eldlínunni undanfarin 30 ár og hefur því skilað góðu dagsverki á þessu sviði. Mér finnst, að ef leikfimikennar- ar okkar hafi nokkurn áhuga fyrir því, að nemendur taki þátt í þessu móti, sem þeir hafa vissulega gott af, ef þeir eru eitthvað undirbúnir, þá gætu þeir aðstoðað "nefndina" miklu betur en þeir hafa gert við t. d. "smölun" þeirra 40- 50 stráka, sem skólinn þarf að senda til keppni, ef hann á ekki að verða sér til minnkunar, og undirbúning undir mótið YRIRSPURNIR með íþróttamál G. A. að öðru leyti, annars verður G. A. að draga sig til baka á þessu sviði, því miður, og væri það mikil afturför í "íþróttalífi" skólans. Hvers vegna stuðlar "nefndin" ekki að því, að nemendur skólans geti fengið leik- fimisal og áhöld skólans til afnota fyrir utan hina lögskipuðu leikfimitíma ? Ég skyldi ábyrgjast meðferð nemenda á áhöldum og umgengni x leikfimisal, ef enginn kennari gæti verið viðstaddur. Eða er það rétt, sem ég hef heyrt, að þeir, sem ráða þessum málum hér í skól- anum, vilji heldur lána salinn til ein- hverra stofnana úti í bæ, heldur en til nemenda sjálfra? Þetta finnst mér svo lygilegt, að ég trúi þessu ekki að óreyndu. Ég þykist alveg viss um, að Vilhjálmur Einarsson myndi leiðbeina okkur, ef við bæðum hann þess í þessum tímum okkar, þarna í salnum í stökkum ýmsum. Svo gætum við stundað tennis, badminton og körfubolta o.m.fl. Ef rétt væri á málum haldið, er ég viss um að þetta yrði mjög vinsælt meðal nemenda. Hvers vegna kom ekki öll íþróttanefndin, en ekki einn meðlimur hennar, á síðasta málfund , en þar var rætt, eins og "nefnd- in" vissi,um : aukningu lista og íþrótta meðal íslendinga ? Ég vona, að það hafi ekki verið vegna áhugaleysis á umræðu- efninu, að nefndin mætti ekki ! Til þess að koma í veg fyrir hugsan- legan misskilning vil ég taka fram eftir- farandi : Formaður xþróttanefndar fór þess á leit við mig í haust, að ég tæki að mér málefni sundsins innan íþrotta- nefndarinnar, hvað ég og gerði.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.