Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 5
Heimili og skóli
TÍMARIT UM UPPELDISMÁL
7. árgangxir September—Október 5. hefti
HANNES ]. MAGNÚSSON:
„Allt er þetta mitt hlutverk”
— Kafli úr skólasetningarrœðu. —
Eitt sinn fyrir langa löngu bar svo
við, að fimm menn hittust á förnum
vegi. Einn þeirra var læknir, annar
prestur, þriðji dómari, fjórði vísinda-
maður og sá fimmti var kennari. Tal-
ið barst að störfum þeirra hvers um
sig, og eftir litla stund höfðu þeir haf-
ið kappræður um, hvert af þessum
störfum væri mikilvægast og göfugast.
„Mitt hlutverk er að gera mennina
líkamlega heilbrigða,“ sagði læknir-
inn.
„Ég kenni þeim að lifa heilbrigðu
lífi, svo að })eir losni við alla sjúkdóma
og þjáningar.“
„Víst er hlutverk þitt göfugt og
gott,“ mælti presturinn, „en þú verð-
ur þó að játa, að mitt er göfugra. Ég
vinn sem sé að því að útbreiða guðs
ríki meðal mannanna, svo að þeir
verði hamingjusamir og eignist eilíft
líf.“
„Réttlætið er æðst af öllu hér
í heimi,“ mælti dómarinn. „Mitt hlut-
verk er að halda vörð um réttlætið
og sjá um að því sé fullnægt.“
„Sannleikurinn er það æðsta í þess-
um heimi,“ mælti vísindamaðurinn.
„Ég ver lífi mínu til að leita sannleik-
ans og kenna mönnum að þekkja hann.
Án vísindanna þrífst hér engin menn-
ing“
Nú var röðin komin að kennaran-
um. „Allt þetta er mitt hlutverk,“
sagði hann. „Ekkert mannlegt er mér
óviðkomandi. Mitt hlutverk er að ala
upp menn, góða og göfuga menn,
hvaða störfum, sem þeir gegna og
hvaða hugsjónum, sem þeir þjóna. Ég
er sáðmaðurinn, sem alltaf er að sá.
Ég sái fræjum sannleikans, réttlætisins
og kærleikans. Mitt hlutverk er að
skapa nýjan og betri heim.“
Með þessum orðum lauk kappræð-
unum. Allir fundu, að kennarinn
hafði rétt fyrir sér. Hann plægði ak-
urinn, sem allt gott og göfugt átti að
vaxa úr.
Auðvitað -er þessi saga tilbúin og
þá trúlega af einhverjum kennara, en
mér kemur liún oft í hug, og þá ekki
sízt, þegar skólastarf er að hefjast og
við kennarar horfumst í augu við þá
ábyrgð, sem því er samfara að fræða
og móta börn á ýmsum aldri. Og þá
legg ég fyrir mig þessa spurningu:
Er það ekki nóg, að börnin læri að
lesa, skrifa og reikna, eitthvað í landa-