Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 8
104
HEIMILI OG SKÓLI
Já, skólarnir hafa mikilvægu hlut-
verki að gegna í nútíma þjóðfélagi og
hafa nú meiri ábyrgð en nokkru sinni
fyrr. En það má þó aldrei koma fyrir,
að foreldrarnir varpi mestallri upp-
eldisbyrðinni á skólana og aðrar slíkar
uppeldisstofnanir. Skólarnir vilja vera
uppalandi og þurfa að veia það, en
kennararnir geta aldrei orðið annað
en samverkamenn foreldranna, og þá
helzt góðir samverkamenn. Allt það
bezta, varanlegasta og dýrmætasta í
sál hvers manns verður að gróa og
þroskast við arinn heimilisins. Þjóð-
menning, sem ekki byggist á heimilis-
menningu, er eins og rótarslitin
planta, dæmd til að deyja. Barn, sem
ekki drekkur í sig menningu á heim-
ili sínu, er átakanlega snautt, jafnvel
þótt það seinna gangi í góðan skóla.
Slíkur er máttur heimilanna og slíkt
er vald þeirra til að ráða örlögum kyn-
slóðanna. Og það má aldrei gleymast,
að heimilið er fyrst og fremst til fyrir
barnið, eða börnin, sem þar t iga að al-
ast upp, og hvert heimili á að bera þess
merki, greinileg merki.
En þrátt fyrir allar framfarir síð-
ustu áratuga og alla velmegun. Þrátt
fyrir alla uppfræðslu og skólamenntun
siðustu ára, eigum við þó til vanrækt
böin. En sú vanræksla er allri annarri
vanrækslu verri og hættulegri, því að
hún skapar misheppnaða og liarn-
ingjulausa menn. Eyrir þær vanrækslu-
syndir er sjaldnast hægt að bæta. En
þessi vanræktu börn koma ekki alltaf
út úr hinum fátæklegu hreysum, þau
geta alveg eins komið út úr einhverju
nýtízku skrauthýsinu. Eg endurtek
það því enn, og beini þá máli mínu til
allra uppalenda: Ekkert nema þrot-
laus alúð, umhyggja, ábyrgðartilfinn-
ing og þolinmæði getur lagt grund-
völlinn að góðu uppeldi, og um leið
að farsælu lífi.
Ég á hér ekki við neitt dekur, né
heimskulegt og blint eftirlæti, heldur
hina þögulu umhyggju, sem sýnir það
í verki, já, um fram allt í verki, að
uppeldi barnanna sé æðsta hlutverk
heimilisins.
Fyrir nokkru átti ég tal við föður,
sem hefur verið einn af þeim mörgu,
er nú á tímum neyta áfengis. Hann
sagði meðal annars: „Nú er ég orðinn
bindindismaður. Ég mátti til að hætta
að drekka vegna drengjanna ininna,
sem nú eru farnir að stálpast. Eg vil
ekki bera dbyrgð á þvi, að þeir verði
drykkjuTnenn.“
Allur heimurinn gæti lært af þess-
um föður, þótt hann beri lítið og lítt
þekkt nafn. Allur heimurinn getur
lært af móðurinni, hinum mörgu ó-
þekktu mæðrum, sem halda trúlega
vörð um heimilið sitt og börnin sín,
mitt í hinu hávaðasama og glaum-
mikla samfélagi. En laun þessara feðra
02: mæðra verða líka oftast mikil:
o
gúðir synir og dœtur.
Ég sagði oftast. En því miður eru
fleiri um uppeldi barnanna okkar en
heimilin og skólarnir. Þess verðum
við oft átakanlega vör. En bví sterkari
sem þessar uppeldisstofnanir verða,
því minna gætir hinna misjöfnu á-
hrifa, sem börnin og unglingarnir
verða fyrir utan veggja þeirra, og því
betur verða þau búin undir að mæta
þessum áhrifum, þegar út í lífið kem-
ur. Stærsta verkefni samtíðarinnar í
dag er því það, að eignast góð heimili
og góða skóla.