Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 7

Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKÓLI 103 liöfuðverkefni þeirra er að vera upp- alendur. Tvær hryllilegar heimsstyrjaldir hafa fært mannkyninu heim sanninn um það, að þekkingin ein er ekki fær um að skapa góðan heim og hamingju- sama menn. Þar þarf annað og meira til. Og um allan hinn menntaða heim er mönnum nú að verða það ljóst, að það, sem mestu varðar nú, er hin and- lega menning. Menning, sem hatar styrjaldir og blóðsúthellingar, menn- ing, sem fyrirlítur ranglæti og kúgun, menning, sem fordæmir hverskonar sviksemi við lífið og skyldur þess, já, sem fyrirlítur allar þær ódyggðir, sem gera nú þennan fagra heim að skugga- dal. Lvkillinn að itamingju mannanna er ekki eitthvert ákveðið skipulag, ekki heldur peningar eða tækni. Nei, við höldum sjálf á þessum lykli í lóf- anum og hann lieitir gott uppeldi. Ég dáist að hinu fórnfúsa starfi for- eldranna, sem oft gleyma sjálfum sér af umhyggju fyrir börnúnum. Ég dá- ist að áhuga og alúð kennarans, sem ekki aðeins rækir starfið vel í skóla sínum ,heldur vakir oft fram á nætur við að undirbúa svo starfið næsta dag, að það geti gengið allt misfellulaust. En þetta og ekkert minna lofar góðum árangri. Geysileg ábyrgð hvílir nú á kennarastéttinni um allan heim, og þá ekki síður foreldrunum. Þegar ,stjórnmálamennirnir, þjóðarleiðtog- arnir og önnur stórveldi á sviði al- heimsmálanna hafa gefizt upp við að skapa góðan og farsælan heim, þá verð- ur hjálpin að koma að neðan, frá heimilunum og skólunum. Og þó að allir stjórnmálamenn og þjóðarleið- togar væru líkari englum en mönnum, gætu þeir samt ekki byggt upp farsælt þjóðfélag, nema heimilin, já um fram allt heimilin, og skólarnir ynnu sitt verk vel. Þetta er sú einfalda heim- speki, sem við verðurn að byggja alla okkar menningu á. En er öllum þorra maniia þetta ljóst? Vitum við um mátt okkar og ábyrgð í þessum efnum? Upp- eldið er máttugur möguleiki, bæði til ills og góðs. í hvert sinn er barn fæð- ist í þennan heim er foreldrunum gef- ið tækifæri, óendanlega dýrmætt tæki- færi, til að bæta og göfga heiminn. Já, í livert sinn, er barn innritast í skóla, er okkur gefið svipað tækifæri. í þjóðsögnum var talað um óska- stund ,sem kom einu sinni á ári, eða aðeins einu sinni á lieilli mannsævi. óskastundirnar eru nriklu fleiri. Hvert andartak er óskastund, ef það er rétt notað. Og það skyldi uppal- andinn hafa í huga öllum öðrum frern- ur. En misnotuð óskastund er að sarna skapi hættuleg. Hún getur skilið eft- ir áhrif, sem aldrei verða máð burt. „Það verður í bók þess svo varlega að skrifa, sem veikur er fæddur og skammt á að lifa,“ segir Þoisteinn Er- lingsson. En er ekki nrestallt böl mannkynsins einmitt komið af því, að svo ógætilega hefur verið skrifað í lífs- bók margra barna og unglinga. Það er ekki nóg, þótt gott sé, að búa í góðunl húsakynnum, hafa nóg að eta og drekka og nóg af hreinu lofti, því: „Hjartað heimtar meira en húsnæði og brauð,“ segir skáldið. Hið andlega andrúmsloft þarf einnig að vera hreint og heilnæmt, þar sem börn eru að alast upp. í slíku andrúmslofti alast upp siðfáguð og góð börn.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.