Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 27

Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 27
HEIMILI OG SKÓLI 123 urðu að stíga upp í ræðustólinn. Allar kosningar voru leynilegar. Tyrra árið, sem klúbburinn starfaði, var kennar- inn með í stjórninni, en í vetur (1947 —48) hefur stjórnin eingöngu verið í höndum drengjanna sjálfra. Hinn vax- andi áhuga, sem þeir hafa sýnt fyrir þessu starfi, mun ekki hvað sízt stafa af því, að fá að vera þarna einráðir og bera að öllu leyti sjálfir ábyrgð á þess- um félagsskap. Klúbburinn hefir hingað til komið saman tvisvar í viku og skipta dreng- irnir sér þá í smáhópa, hver við sitt áhugamál. Sum áhugaverkefnin standa aðeins yfir stuttan tíma, en önnur, eins og frímerkjasöfnun, borð- • tennis og skák haldast all^n veturinn. Hver mánuður býður alltaf upp á einhvern sérstakan viðburð. í október var t. d. farið í útilegu. í nóvember sótti klúbburinn meiri háttar íþrótta- mót. í desember var dómkirkjan í Lundi heimsótt og skoðuð, og klúbb- urinn hélt þá sérstaka jólahátíð. Auk þess var klúbburinn allt af leiðandi kraftur á öllum hátíðis- og tyllidögum skólans. Áhugi sá, skipulagsgáfur og dugnað- ur, sem þetta frjálsa tómstundastarf vákti hjá drengjunum, virtist benda til þess, að þetta væri heppilegt form fyrir tómstundastörf drengja, og það virtist einnig hafa ótvírætt uppeldisgildi. Höfundur nefndrar greinar telur eng- an vafa á því, að ábyrgðartilfinning þeirra hafi aukizt og þeir vaxið að félagslegum þroska. Hann bendir á, að þetta sé góð uppbót á hið daglega starf í skólanum, sem gefi of fá tilefni til að glæða þessar dyggðir. Það mætti athuga, hvort ekki mætti Úr ýmsum áttum AÐALFUNDUR KENNARAFÉLAGS EYJAFJARÐAR. Laugardaginn 2. okt. s. 1. var haldinn aðal- fundur Kennarfélags Eyjafjarðar í barnaskól- anum á Akureyri. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var höfuð- verkefni fundarins að ræða um nýju námsskrána, og hafði námsstjórinn, Snorri Sigfússon þar langa og ítarlega framsögu. J>á flutti Snorri Sigfússon erindi um norræna kennaramótið í Stokkhólmi og Hannes J. Magn- ússon flutti annað erindi eftir danskan rektor, sem hann hafði snúið á íslenzku. í stjórn voru kosnir: Snorri Sigfússon form., Hannes J. Magnússon ritari og Páll Gunnarsson féhirðir, í stað Kristjáns Sigurðssonar, sem baðst undan endurkosningu. Flestir kennarar af félagssvæðinu mættu á fundinum. NÝ NÁMSSKRÁ. í sumar liefur verið unnið að því að taka saman nýja námsskrá fyrir barnaskóla, í sam- ræmi við hin nýju fræðslulög, og mun hún væntanleg til kennara bráðlega. Námsskrá þessi er þó aðeins til bráðabirgða, og verður henni væntanlega breytt, ef reynslan sýnir á henni einhverja galla. Með þessari nýju námsskrá er sú höfuðbreyting gjörð, að námsefnið er minnkað að mun í lesgreinum, og er það aðal kostur hennar. En með því vinnst meiri tími til móður- máls- og reikningskennslunnar, svo og til frjálsra starfa. Liggur nú næst fyrir að semja nýjar kennslubækur í samræmi við þessa nýju náms- skrá, og er vonandi, að því verki verði hraðað sem mest. taka upp eitthvað svipað í íslenzkum skólum, og er reyndar gert að nokkru leyti t. d. a£ skátalélögunum og öðrum félögum, þótt það sé ekki beint á veg- um skólanna. H. J. M.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.