Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 28
124
HEIMILI OG SKÓLI
TIL GAMANS
KONURÍKI, EÐA HVAÐ?
Hanna var orðin sjö ára og því koniin á þann
alclur að vera síspyrjandi um allt milli himins
og jarðar. Svo rigndi spurningunum yíir pabba:
Þorir þú að segja við annan mann, að hann sé
heimskingi? Þorir þú að vaða í köldu vatni?
Myndir þú þora að fara inn í ljónabúr? Og
svcna hélt hún áfram.
Dag nokkurn var hún úti að ganga með föð-
ur sínum, og þá lá leið þeirra fram hjá háum
verksmiðjureykháfi. Þá segir Hanna:
„Myndir þú þora að klifra upp þennan rcyk-
háf? Það er að segja, ef þú værir ekki kvæntur."
EKKI LEIÐUM AÐ LÍKJAST.
Börn hafa oft mjög auðugt ímyndunarafl og
eiga stundum erfitt með að gera greinarmun á
ímyndun og veruleika.
Eitt sinn, þegar Friðrik litli kom heim úr
skólanum, sagði hann foreldrum síintm, að
bjarndýr hefði elt sig alla leið heim.
„Þetta getur ekki verið rétt,“ sagði íaðir hans.
„Þett hefur verið hundur." En Pétur nélt því
ákveðið fram, að þetta hefði verið bjarndýr.
En faðir hans talaði alvarlega við hann og sagði
honum, að hann yrði að biðja Guð að íyiir-
gefa sér þessa yfirsjón, um leið og hann læsi
k' óldbænina sína.
Daginn eftir spurði hann Friðrik, hvort hann
hefði munað að bæta þessu inn í kvóldbænina.
Pétur játti því og bætti svo þessu við:
„En Guð sagði, að þetta gerði ekkert tii, þvi
að hann sjálfur hefði haldið, að þctta væri
bjarndýr, þangað til hann hefði komið nær
dýrinu.“
ÞAÐ VAR EKKI VON.
Lóa litla er háttuð. Mamma hennar stendur
íyrir utan dyrnar og hlustar eftir, hvon liún
fer með kvöldbænina sína. En þegar hún heyrir
ekkert, segir hún:
„Ég heyri ekki til þín, Lóa mín.“
„Það er ekki von,“ sagði Lóa, „þvr að c'g er
ekki að tala við þig.“
HEIMILI OG SKÓLI
Tímarit um uppeldismál
Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar
Ritið kemur út i 6 heftum á ári, minnst
24 síður hvert hefti, og kostar árg. kr.
10.00, er greiðist fyrir 1. júni.
Útgáfustjóm:
Snorri Sigfússon, námsstjóri.
Kristján Sigurðsson, kennari.
Hannes J. Magnússon, skólastjóri.
Afgreiðslu- og innheimtumaður:
Ámi Björnsson, kennari, Klapparstíg 1,
Akureyri.
Ritstjóri:
Hannes J. Magnússon, Páls Briems-götu
20, sfmi 174
•
Prentverk Odds Bjömssonar
' -JJ
HVAD ER HÚN GÖMUL?
Pétur litli, sex ára snáði, hitti eitt sinn vin-
gjarnlegan mann úti á götu og tóku þeir tal
saman.
„Hvað ertu gamall?“ spurði maðurinn.
„Ég er sex ára,“ sagði Pétur.
„Jæja, og þú ert samt ekkert stærri en regn-
hlífin mín,“ sagði maðurinn.
„Hvað er hún gömul?" spurði Pctur.
ÚR DAGLEGA LÍFINU.
Elsa kemur inn í stofuna, þar sem ókunnur
maður er í heimsókn hjá foreldrum hennar. —
Maðurinn fer að spjalla við Elsu og spyr hana
svo, hvað hún og vinkona hennar hafi verið að
gera.
„Við vorum að leika pabba og mömmu“.
„Nú, hvernig fóruð þið að því?“
„Við sátum hvor við sinn borðenda, og þá
segir pabbi: „Mér finnst maturinn alveg kald-
ur“. En þá segir mamma: „Þú ert líka alltaf
með eitthvað rex“. Þá segir pabbi: „En það er
alveg satt, maturinn er aldrei eins og hann á
að vera“. Þá segir mamma: „Það er aldrei hægt
að gera þér til hæfis". Og svo stöndum við báðar
upp og förum. Og nú ætlum við að halda áfram
að leika okkur.